Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 9

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 9
Kirkjuritið. Æfintýrið uin Nonna. 247 inn tíina vissi allur bærinh, aö hér var enginn aiinar en gamall og góður Akureyringur, hinn víðkunni og vinsæli höfundur Nonna-bókanna svonefndu, Jón Sveinsson. Nonni i Pálsbúsi var aftur kominn heim eftir 60 ára, nær óslitna litivist. 12 ára gamall liafði hann hér yfirgefið móður og systkini, frændur og vini, átt- haga sina og fósturjörð og lagt út í hina stóru veröld. 72 ára vitjaði hann nú aftur bernskustöðvanna, frægur maður um öll lönd. En það er frá þessu merkilega og einstæða æfintýri, sem ég ætla nú að segja, að svo miklu leyti sem mér er það kunnugt og unnt er i stuttu máli. Jón Stefán, eins og hann beitir fullu nafni, er fædd- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal 16. nóvember 1857. For- eldrar bans voru þau lijónin Sveinn Þórarinsson úr Kelduhverfi og Sigríður Jónsdóttir frá Vogum við Mý- valn, af Reykjahlíðarætt. Var Sveinn amtskrifari lijá Pétri Havsteen í 19 ár, en fluttist eftir það til Akurevr- ar, og mun Nonni þá bafa verið 7 vetra. Um tíma lók Sveinn við umboði Möðruvallaklaust- urs af Þorsteini Danielssyni á Skipalóni, en var fátækur maður og lifði við þröngan kost sín síðustu æfiár. Andaðist hann 16. júli 1869, aðeins 48 ára, en Sigríður sat ekkja i rúm 40 ár og dó í Kanada 1910. Voru þau hjón jafnan mikilsvirt, og segir svo um Sveiu í minningargrein, sem prentuð er i Norðanfara 2. ág. 1869: „Sveinn sál. var ág'ætlega gáfaður og vel að sér, smið- ur og bókbindari, skrifaði og stílaði manna bezt, enda nnm Havsteen amtmanni bafa þótt Sveinn i stöðu sinni eiga fáa sína jafnoka, eigi aðeins hér á landi, heldur erlendis. Hann var líka hinn vandvirkasti og reglusam- asti maður í öllum störfum sínum, hinn hreinlátasti og pössunarsamasti, siðavandur, háttprúður, vandaður og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.