Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 12
250
Sigurður Stefánsson:
Okt.-Des.
ar að frágengnum prófastssyninum í Laufási. Því auð-
vitað liefir ]tað skilyrði verið sett, að drengirnir kæmu
frá góðum he'imilum og væru líklegir til nokkurs þroska.
För Nonna var svo fastmælum bundin um mitt sum-
ar 1870, ári síðan en faðir hans lézt. Og i ágúst lagði
h'ann úr höfn á Akureyri, eftir sársaukafullan skilnað
við móður sína og systkini, allt sem honum var kærast
á jörðu.
Fararefni voru lítil í reiðu fé, aðeins nokkrir dalir,
er vinir lians ýmsir liöfðu gefið honum. En hann fór
með það úr heimahúsum og ættbyggð, sem meira var.
Frá feðrum sínum og mæðrum geýmdi hann óafvitandi
gildan sjóð, gulli betri, dýrmætan þjóðararf. Úr for-
eldragarði, þó fátældegur væri, fór liann tápmikill,
hraustur og djarfhuga, með ljúfar minningar um elsku-
Iega ástvini sina og óbilandi trú á forsjón og varðveizlu
góðs Guðs.
Og þetta veganesli reyndist horium drjúgt úti í hinni
stóru veröld.
Að segja, þó ekki væri nema lítið eitt, frá öllu þvi
helzta, er á daga Nonna hefir drifið síðan, yrði miklu
meira mál en hóflegt þætti hér. Utanför sinni og að-
draganda hennar hefir háhn sjálfur lýst i tveimur allra
þekklustu og vinsælustu bókum sínum, „Nonna“ og
„Nonna og Manna“. En fyrsta þætti utandvalar sinnar,
verunni i Kaupmannaliöfn veturinn 1870—71, gerði hann
1 góð skil i „Borgirini við sundið“ og „Æfintýri í eyjum“.
Þessar hækur — og fleiri — hafa allar verið þýddar á
íslenzku, eins og kunnugt er, en upphaflega ritaðar á
þýzku. Með þeim komst nafn Nonna á allra varir hér
heima, en um liann sjálfan vita þó margir næsta lítið
annað en það, er beint verður ráðið af bókum hans.
Þegar Jón Sveinsson fór utan síðsumars 1870, geisaði
fransk-þýzka striðið og tal'ði för lians til Frakklands.
Var hann þann vetur í Kaupmannahöfn og geklc þar i
ágætan skóla ásaml landa sínum og vini, Gunnari Ein-