Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 15
Kirkjuritið.
Æfintýrið um Nonna.
253
alþekktur. Og nú rekur hver bókin aðra frá hendi hans,
sex þeirra eru víst til á íslenzku, tæpur helmingur. En
alls var svo talið fyrir styrjöldiua, að Nonnabækurnar,
eins og þær eru nefndar um allan iieim, væru til á 29
tungumálum, í eintakafjölda, sem skipti milljónum i
sumum löndum.
Hin seinasta þeirra, sem ég liefi séð, heitir „Æðeyjan
i Norðurhöfum“, minningar Nonna úr heimförinni 1930.
Hér verður ekki reynt að dæma itarlega um gildi
þessara bókmennta. En sé sá dómur látinn nægja, sem
hinn stóri lesenda liópur Nonna liefir þegar fellt, getur
islenzka þjóðin verið ánægð með litla drenginn, sem
var sendúr héðan einn síns liðs út í heiminn fyrir
rúmum 70 árum. Hann er nú vafalaust kunnastur
allra þeirra Islendinga, sem hér heima liafa fæðzt, og
bækur lians útbreiddari en allra annarra rithöfunda,
sem af íslenzku hergi eru hrotnir.
Það er e. t. v. ekki hægur vandi að segja, hvað hafi .
í raunini aflað honum svo óvenjulegra vinsælda. Og
iíklega er það margt. En ég lield, að það sé þó öllu frem-
Lir einfaldleikinn í frásögn hans, hinn tæri, tilgerðarlausi
stíll, sem veldur mestum töfrunum í bókum Nonna.
Viðburðirnir eru tíðast hversdagslegir, en það er sól-
skin og hreinleiki yfir liverri hugsun og hverju orði.
Og allt er sagt svo hlátt áfram, að áður en varir les mað-
ur ekki lengur, heldur lifir bókstaflega það upp, sem
er að gerast. En það er meira en stíltöfrar einir og frá-
sagnarlist, sem hér er um að ræða. Söguefnið sjálft er hugð-
næmt og elskulegt, og lýsir raunar því bezta i hvers manns
eign, minningunum fögru, sem hundnar eru við ástvini og
heimahaga bernskuáranna. Enda hefir Nonni valið að kjör-
orðum einni bók sinni, „Sólskinsdögum", einmitt þessi
orð: „Þctð fegursta, sem nokkur rithöfundur fær skrif-
að um, eru tilfinningarnar, er rísa i sál hans við endur-
minning hinnar fyrstu æsku“ (Chateaubriand).