Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 18

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 18
256 S. S.: Æfintýrið um Nonna. Okt.-Des. mann, seni alllaf bar golt fram úr góðum sjóði, mann, sem ekki einungis var gæddur frábærri snilldargáfu heldur einnig takmarkalausri ást og lotningu fyrir því. sem ætti að vera oss öllum beilagt. Þannig er þá saga Nonna, drengsins, sem 12 ára gam- all hvarf úr faðmi sinnar góðu móður á Akureyrarhöfn fyrir 73 árum og' steig á skipið, sem flutti bann, um- komulítinn og snauðan, í sorgblandinni tilhlökkun, út i liamingjuleit lífsins, til framandi landa og ókunnra manna. Silfur og gull eignaðist hann aldrei, né það, sem flestir telja mest í varið. Fátækt, skírlífi og hlýðni voru heitin, sem hann ungur gerði Guði sínum. Og nú situr liann, liinn aldraði Kristsmunkur sé liann enn á lífi — einhvers staðar suður í löndum í kyrr- látum klausturklefa, og hugsár heim heim til íslands, heim í Eyjafjörð. Arið 1916 sendi Jón Sveinsson þessi orð með nýrri útgáfu einnar sinna vinsælustu bóka: „Megi það svo verða hlutskipti Nonna á hinni nýju ferð — einmitt á þessum skuggalegu stríðsárum að flytja mörgu hjarta fögnuð og sólskin". Sárt hlýtur sál þessa mikla göfugmennis að þjást vegna þeirra ósegjanlegu börmunga, sein æðisgengin styrjöld befir enn á ný búið þjóðunum. Og ef til vill hefir friðarvígi hans sjálfs skolfið að grunni i því grimma gerningaveðri. En hvernig sem það er, eitt er víst: Nonni, íslen/ki drengurinn, sem fékk það hlutskipti að flytja „fögnuð og sólskin“ til mannanna i dimmum heimi, á eftir að ylja mörgu hjarta. Sigurður Stefánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.