Kirkjuritið - 01.12.1944, Qupperneq 39
Kirkjuritið. Messugjörð fyrir 70 árum. 277
nokkuð við aldur, stórskorinn í andliti með skeggtopp
undir höku og mikið, þykkt hár, sem huldi að mestu lágt
enni. Var liann allmikillátur á svip, ok bar útlit hans
vott um, að hann hefði ekki þurft að lúta í lægra haldi
um dagana. Þetta var raddmaður mikill og forsöngvari
kirkjunnar, Sigurður Bjarnason, bóndi á Hömrum.
Næst honum sat maður á þrítugsaldri, skeggjaður og rosk-
inlegur eftir aldri. Þetta var sonur Sigurðar, Bjarni að
nafni og síðar bóndi á Hömrum. Hann var ekki mikill á
lofti sem faðir hans, hæglátur og prúðdr í framkomu.
Hann hafði mikla og fagra söngrödd. Margir fleiri kór-
bændur sungu og allvel. Nefni ég þar til Pál Jónsson,
bónda á Norður-Beykjum. Hann var maður í stærra
Iagi, lipur í hreyfingum, mjúkmáll og ljúfur á manninn,
glímumaður ágætur og kunni flestum betur að brevta
göldum fola í gæðing. Páll var af Snæfellsnesi og í
æsku hafði hann lært eitthvað hjá séra Pétri Péturs-
syni, sem þá var prestur á Staðarstað, en síðar biskup.
Náði Páll rithönd hans svo vel, að talið var, að rithendur
þeirra yrðu eigi greindar sundur. Meðal sona Páls er
Jónas, tónlistarkennari í Winnipeg.
Meðal söngmanna í kórnum vil ég ennfremur nefna
bræður tvo, meðalmenn að stærð og vallarsýn. Knálegir
voru þeir og góðmannlegir á svip og líkir því að geta
verið ósviknir liðsmenn til snarræðis og átaka og báðir
með allgóða söngrödd. Þetta voru Ólafur á Sturlureykj-
um og Eyjólfur á Hurðarbaki. Báðar þær jarðir höfðu
þeir tekið í arf eftir föður sinn, Jón á Sturlureykjum.
Kona Ólafs hét Þuríður Þorsteinsdóttir, Þiðrikssonar.
Þeirra son var Eggert bóndi á Hávarðsstöðum, um skeið
forsöngvari i Leirárkirkju. Kona Eyjólfs var Margrét
Bjarnadóttir frá Hömrum, systir Sigurðar forsöngvara.
Þeirra son var Jón dýralæknir í Langholti. Þá er mað-
ur á þrítugsaldri, i meðallagi hár, en grannvaxinn, létti-
legur í limaburði, snöggur í hreyfingum og flestum fjör-
legri. Hann er dökkur á hár, rjóður í kinnum, fríður