Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 48

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 48
286 K. Þ.: Messugjörð fyrir 70 árum. Okt.-Des. fólkið þessum fögru dýrum að þakka að kirkjuferðinni lokinni. Pju-sta verk allra, er frá kirkju var komið, var að af- klæðast öllum sparifötum og' koma þeim á sinn stað. Svo fór líkaminn fyrst verulega að kalla til sinna þarl'a. Kirkjusulti er við brugðið. Kom þá til kasla húsfreýju að seðja þá svöngu. Borðhald og matreiðsla var þá hvorttveggja með óhrotnum og einföldum hætti. Að sumarlagi var mestmegnis harðfiskur og rúgbrauð með nýju sauðamjólkursmjöri til viðhits og hræringur af grasagraut og' sauðamjólkurskyri á eftir. Með þessan fæðu hafði fólk yfirleitt góða heilsu og ódrepandi vinnuþol. En á þessu þurftu allir að halda, því að alla virka daga vikunnar var heyvinnan sótt af miklu kappi, þótt hún væri með öllu hönnuð á sunnudögum og talin syndsamleg. En þessi kenning studdi meðal annars að því, hvað fólkið rækti kirkjuferðirnar af miklum alhug og kostgæfni. En inargt kom þar fleira til sögunnar, sem dró fólkið að þeim stað, er það taldi þá aðalsálubót að sækja. Kirkjan var þá eini griðastaður fólksins í fátækt þess og raunum og því sjálfsagt að leita sér þar líknár. Kristleifur Þorsteinsson. Séra Hallgrímur Thorlacius, fyrrum prestur í Glaumbæ, andaðist 31. okt., áttræður að aldri. Hans verður síðar getið hér í ritinu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.