Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 49

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 49
Kirkjuritið. Hvað getur bjargað menningunni? Synódus erindi 1944. I. Ég nefni þetta erindi: llvað getur bjargað menning- unni? En áður en vikið er að þeirri spurningu, væri rétt, að gera sér þess ofurlitla grein, hvað menning er? Sú spurningin er að vísu talsverl umfangsmikil, en þó vil ég, til glöggvunar, gera nokkura tilraun til að svara henni í stuttu máli í meginatriðum. Menning er það, sem greinilegast skilur háttu manna frá háttum dýra. Siðmenning er samfélag, sem stjórn- að er af viti, samúð og' kærleika. Þar sem maðurinn á meiri hugsun, meira ímyndunarafl, stærri von og rík- ari samábyrgðartilfinningu en dýrin, byrjar menningin. Lengi héldu sálfræðingar því fram, að á viti manns- ins og félagshvötum væri fremur stigsmunur en eðlis- munur í samanburði við dýrin. En nú eru hinir vilr- ustu þeirra farnir að skilja, að þegar um imyndunarafl mannsins, trú hans og von er að ræða, kemur nýtt atriði til greina, sem dýralífið þekkir ekki. Vil ég i því sam- bandi vekja athygli á hinu ágæta riti: Vísindin og and- inn, eftir prófessor Thomas Jessop, sem dr. Guðmund- ur Finnbogason hefir nýlega íslenzkað. llann segir: „Það er frumvilla, að skilgreina eðli vort þannig, að það sé blátt áfram það, sem vér byrjuðum með. Eðlishvatirar eru undix-staðan í þeim einfalda, bókslaflega skilningi, sem grunnur húss er það — hann er húsinu nauðsyn- legur, en er lægsti liluti þess“. (bls. 63). Enn segir hann: ”Ég get ekki fundið neina raunhæfa merkingu í hinni

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.