Kirkjuritið - 01.12.1944, Síða 51
Kirkjuritið. HvaÖ getur bjargað menningunni?
2X9
vísindanna setji ugg að mönnum, eins og vísindin eru
einkum notuð i þjónustu dauðans og djöfulsins, og
menn spj'rja efablandnir:
Er það þá víst, að framfarir vísindanna niuni gera þetta
líf svo miklu sælla og betra? Þurfum vér ekki eitthvað
ineira en vísindin?
Það er satt, að uppgötvanir vísindanna hafa fengið
mönnum í bendur langsamlega meira vald en nokkur
undangengin kynslóð gat látið sig dreyma um. Orka,
sem nemur miljónum hestafla, er beizluð. Miklu erfiði
ætti sú vélaorka að geta lyft af herðum mannkynsins.
En lil bvers notar maðurinn alla þessa óhemjuorku? Not-
ar hann hana til að bæta kjör sín, lil að lifa sælla og
fegurra lífi á jörðu, eða notar hann liana eins mikið tii
.evðileggingar og tortímingar?
Stvrjöldin, sem nú geisar, svarar þeirri spurningu.
III.
Rélt áður en slvrjöldin brauzt úl, ritaði einn af fræg'-
ustu vísindamönnum Breta, Julian Huxley, þessi orð:
„Errgin spurning er jafn þýðingarmikil og uggvænleg
og sú, hvað mannkynið muni gera við alla þá ó-
hemjuorku, sem vísindin hafa fengið því í hendur. Sem
stendur, (segir hann), mætti helzt samlíkja mannky.n-
inu við ábyrgðarlaust og ófyrirleitið barn, sem fengið
hefir að leikfangi skaðlegt vopn: Tundurbirgðir og eld-
spýtnastokk.
Hvernig liyggjast trúarbrögðin að stöðva ógæfuna, áð-
ur en barnið skaðar sig og sprengir sjálft sig i loft upp?“
Það er athvglisvert, að þessum ágæta vísindamanni er
það ljóst, að vísindin ein duga ekki til að bjarga mann-
kyninu. Hann segir ekki: Hvernig gela vísindin stöðvað
ógæfuna? Hann spyr: Hvernig ætla trúarbrögðin að fara
að því? Hér kveður þvi við annan tón en áður. Þessi
gáfaði vísindamaður skilur, að til þess að stöðva ógæf-
una þarf fyrst og' fremst trúarbrögð, religion, því að