Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 66

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 66
Okt.-Dcs. F ermingarundirbúningur. Erindi flutt á aðalfundi Prestafélags íslands 1944. Eftir séra Jakob Jónsson. Éí* hefi gei'zt svo djarfur að leggja fram fyrir presta- fundinn sýniseinlök af nýrri námsbók i kristnum fræð- um. Jafnframt því finn ég mig knúinn til þess að fylgja lienni úr lilaði með nokkrum orðum. Eins og yður er kunnugt, eru að minnsta kosti fjögur kver noluð af prestum landsins við undirhúning ferm- ingar. Öllum þessum kverum má mikið telja til gildis. Þó liefir ekkert eilt þeirra náð fullkominni hefð innan kirkju vorrar. Allmargir prestar hafa lagt Nýja testa- mentið eitt lil grundvallar fyrir kennslunni. En flestir munu þó nú vera orðnir sammála um það, að heppi- legra væri að hafa aðrar námsbækur með, þótt ekki væi'i nema lil þess að skipa námsefninu í ákveðið kerfi. Tilraunir í þá ált munu margir starfsbræður mínir hafa gert á undanförnum árum. Slíkt er þó ekkert áhlaupa- verk. Það kerfi, sem ég grundvalla námsbók mina á, hefir verið í smiðum i tólf ár, unz það hefir náð því formi, sem það nú hefir. Ég liefi viljað leggja mikla á- lierzlu á, að kerfið væri vökvéti, þannig að kaflarnir væru í eðlilegu samhengi, og til þess að gera jietta samhengi ennþá gleggra, hefi ég haft tvo yfirlitskafla (XII. og XVIII.) og loks námsyfirlit, sem ég ætlast til að farið sé vfir undir lokin, og þá rifjað upp um leið aðalefni hvers kafla. Það fyrsta, sem hverri námsbók af jiessu tagi er ætlað, er að fræða um trúarsannindin. En þar verður að gera þá kröfu, að bókin sé ekki handbók neinnar guð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.