Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 71

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 71
Kirkjuritið. Fermingarundirbúningur. 309 áherzlan sé í yfirheyrslunni lögð á það, sem mestu máli skiptir í sambandi við efni hvers kafla. Ég hefi getið þess í formálanum, að ég ætlaðist til þess að bókin kenndi börnunum notkun kirkjulegs máls. Við skulum ekki gleyma því, að þótt Nýja testamentið sé og eigi að vera grundvöllur liinnar kristnu trúarlcenn- ingar, þá er þar þó aðeins um upphaf langrar þróunar að ræða. Heilagur andi hættir ekki að starfa um leið og lielgiritasafninu er lokið. í máli kirkjunnar, siðum og ytri táknum eru fólgin verðmæti, sem ekki mega glat- ast, Þau börn, sem nú ganga lil spurninga, eru alin up]) af ókirkjurækinni kynslóð. Börnin þurfa þess því með að fá meiri og beinni fræðslu um tákn, starfaðferðir o. H. Ég vildi því livetja yður, starfsbræður mínir, til þess að útskýra, enn nánar en bók mín gerir, bæði messuna sjálfa, skrúðann og merkingu kirkjuársins. Það er ekki ætlun mín hér að fara nánar út í að ræða um þau atriði í starfsaðferðum prestsins, er ávallt og alstaðar koma til greina, hvaða kennslubók sem notuð er. Þó vil ég taka það fram, að ég tel hæfileg- an utanaðlærdóm hollan börnunum. Hygg ég, að sú skoð- un eigi nú meira fylgi meðal skólamanna en áður fyr. Sérstaklega ætti að kenna orð Krists sjálfs og því næst fagrar, stuttar ritningagreinar orðrétt. Til frekari skiln- ings börnunum og til að gera kennslustundirnar skemmtilegri, geri ég ráð fvrir, að flestir prestar leggi stund á að viða að sér sögum, ævintýrum og dæmum til að segja börnunum. Myndirnar í bókinni eru gamlar tréskurðarmyndir frá 15. öld. Þær þykja sérstaklega vel gerðar, og flestar þeirra fela í sér svo að segja hvert atriði í sögunni, sem þær eiga við. Nolckrar búa yfir svo mikilfenglegri hugs- nn, að hreina snilld hefir þurft til að ldæða hana jafn- einföldum búningi. Myndin af fótaþvottinum sýnir Jesú •,þjóna“ þeim postulanum, sem ekki hefir geislabaug um höfuðið. — Myndin af uppstigningunni sýnir, að spor

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.