Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 32

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 32
278 KIRKJURITIÐ hann svo vel, að fáir hafa leikið með hana eins og Jón Arason. Án hennar hefði hann ekki talið sig færan í allan sjó. Ef til vill sjáum við hér í þessari vísu einn sterkan drátt í mynd Jóns. Hann er ekki endurreisnarmaðurinn fyrst og fremst, heldur Fom-lslendingur. Hann er ekki — þótt hart sé að segja það um píslarvott fyrir trúna, — hann er, þótt ef til vill hafi verið honum sjálfum hulið, ekki fyrst og fremst sonur kirkjunnar heldur Islands. Latínan og allt það, sem hún ber með sér og táknar, er „list mæt“, en lífsnauðsynin sjálf er íslenzkan og allt það, sem hún er fulltrúi fyrir. • Og nú hefst Jón undrahratt til allra metorða, jafnvel þótt út frá því sé gengið, að hann sé nokkru fyrr fæddur en talið hefir verið. Hann verður dómkirkjuprestur og ráðsmaður Hóladómkirkju og fer utan í erindum stólsins. Gottskálk biskup Nikulásson virðist hafa haft hinar mestu mætur á þessum unga ættstóra manni, og er í því ekki lítill dómur um hæfileika hans og gáfur. Hann fær sýslu- mannsvöld og meira að segja veitingu fyrir Oddastað. Á allt virðist hann vera jafnvígur, og hver vegtylla verður honum þrep til æðri frama. En svo koma mestu umskiptin, þegar Gottskálk biskup andast, í árslok 1520. Er langt mál um það allt saman, ef rekja skal vandlega. Ýmsir hefðarklerkar hafa vafa- laust þótzt vera vel komnir að biskupstigninni. En Jóni Arasyni var falin umsjón staðarins, og þó að sveitadrátt- ur væri um það í upphafi, var eins og mótspyrnan gegn honum hjaðnaði ótrúlega fljótt, og var hann til biskups kjörinn eftir heimild kórsbræðra í Niðarósi. En þá kom heldur erfiðari þrándur í götu. ögmundur Pálsson, ábóti í Viðey, einhver umsvifamesti, ráðríkasti og ofsafengnasti maður, sem sögur fara af, hafði nokkru fyrr verið kosinn biskup í Skálholti eftir Stefán Jónsson

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.