Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 32

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 32
278 KIRKJURITIÐ hann svo vel, að fáir hafa leikið með hana eins og Jón Arason. Án hennar hefði hann ekki talið sig færan í allan sjó. Ef til vill sjáum við hér í þessari vísu einn sterkan drátt í mynd Jóns. Hann er ekki endurreisnarmaðurinn fyrst og fremst, heldur Fom-lslendingur. Hann er ekki — þótt hart sé að segja það um píslarvott fyrir trúna, — hann er, þótt ef til vill hafi verið honum sjálfum hulið, ekki fyrst og fremst sonur kirkjunnar heldur Islands. Latínan og allt það, sem hún ber með sér og táknar, er „list mæt“, en lífsnauðsynin sjálf er íslenzkan og allt það, sem hún er fulltrúi fyrir. • Og nú hefst Jón undrahratt til allra metorða, jafnvel þótt út frá því sé gengið, að hann sé nokkru fyrr fæddur en talið hefir verið. Hann verður dómkirkjuprestur og ráðsmaður Hóladómkirkju og fer utan í erindum stólsins. Gottskálk biskup Nikulásson virðist hafa haft hinar mestu mætur á þessum unga ættstóra manni, og er í því ekki lítill dómur um hæfileika hans og gáfur. Hann fær sýslu- mannsvöld og meira að segja veitingu fyrir Oddastað. Á allt virðist hann vera jafnvígur, og hver vegtylla verður honum þrep til æðri frama. En svo koma mestu umskiptin, þegar Gottskálk biskup andast, í árslok 1520. Er langt mál um það allt saman, ef rekja skal vandlega. Ýmsir hefðarklerkar hafa vafa- laust þótzt vera vel komnir að biskupstigninni. En Jóni Arasyni var falin umsjón staðarins, og þó að sveitadrátt- ur væri um það í upphafi, var eins og mótspyrnan gegn honum hjaðnaði ótrúlega fljótt, og var hann til biskups kjörinn eftir heimild kórsbræðra í Niðarósi. En þá kom heldur erfiðari þrándur í götu. ögmundur Pálsson, ábóti í Viðey, einhver umsvifamesti, ráðríkasti og ofsafengnasti maður, sem sögur fara af, hafði nokkru fyrr verið kosinn biskup í Skálholti eftir Stefán Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.