Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 45
JÓN ARASON 289 Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trúi’ eg hann svamli hinn gamli. Við Dani var hann djarfur og hraustur, dreifði hann þeim á flæðar flaustur með brauki og bramli. Sýnir hún, að Jón lítur mjög svo á þetta allt sem viður- eign Islendinga og Dana. Er það vafalaust þetta sama, sem gerir Ólaf Tómasson svo hrifinn af því, hvemig Ari svívirti Mule konungsfulltrúa á Alþingi. En fleira kemur og til. Jón vildi einn ráða. „Nú hef ég undir mér allt Island nema hálfan annan kotungsson,“ er haft eftir honum. Töldu sumir, að hálfi kotungsson- urinn væri Daði, og er ekki ólíklegt að svo hafi verið. Jón Arason hefir án efa viljað óvirða hann mest með orðum sínum — einmitt af því að hann vissi hann skæð- astan. • Og svo kemur Sauðafellsför og handtaka þeirra feðga þar, 2. október. Þarf ekki um það að deila, að Daði tekur þá feðga þar í fullkominni lögleysu, þó að honum væri á hinn bóginn mikil vorkunn, og herferð hans bæri vott um, að hér var forustumaður á ferð. Verður varla komizt hjá því, að leggja þann mælikvarða á alla við- burði þessara ára, og þar með einnig á líflát þeirra feðga, að hér var í raun og veru borgarastyrjöld í landinu. Var að vísu reynt að fóðra athafnir beggja aðila með mála- myndardómum ýmist á undan viðburðunum eða eftir á eða yfirlýsingum einhverskonar, konungsbréfum og slíku. En í raun og sannleika er þetta hemaður. Jón Arason virðist ekki hafa skilið þetta nógu vel. Daði er fljótari til að skilja það, og hann notar sér, að Jón gengur í gildru, þegar hann í trausti til laga og réttar kemur fremur fáliðaður til stefnu að Sauðafelli. 1 stað þess að mæta þar til réttarathafnar kemur Daði með herlið, yfir-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.