Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 54

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 54
LEO TOLSTOY: Hve mikils landrýmis þarfnast maðurinn? Eldri systir var komin úr kaupstaðnum í heimsókn til yngri systur. Hún var gift heildsala, en eiginmaður yngri systur- innar var sveitabóndi. Meðan þær voru að sötra teið og spjalla saman, tók eldri systirin að grobba og láta móðan mása, hví- líkur draumur og dásamd það væri, að eiga heima í stórborg- inni. Hvað hún nyti þar lífsins hvem einasta dag í sællífi og þægindum. Hversu vel hún gæti búið sjálfa sig og börnin, þyrfti ekki að leggja sér annað til munns en ljúffengustu fæðu og kostulegustu vín, gæti leikið sér á skautum, farið í skemmti- ferðir og fengið forgangsmiða í þjóðleikhúsið. Yngri systirin varð stórmóðguð, svaraði þeirri eldri fullum hálsi og reif og tætti lífemi heildsalakvenna niður fyrir allar hellur, en hóf sína eigin sveitasælu til skýjanna. „Ekki vildi ég fyrir mitt leyti hafa skipti á lífskjömm mín- um og þínum, systir sæl,“ mælti hún. „Ég viðurkenni reyndar, að okkar afkoma er vanmetafull á ýmsa grein og að við förum á mis við æsandi skröll og leikaraskap. En aftur á móti verður þú, með öllu þínu óhófslífemi, annað hvort að hamstra svaka- legan milliliðagróða, eða fara á hausinn og verða gjaldþrota. Þú kannt málsháttinn: „Illur fengur illa forgengur.“ Segjum það, þú þykist vera vellauðug í dag, en í fyrramálið vaknar þú á auðri og kaldri götunni. Við höfum betra lag á þessu héma í blessaðri sveitinni. Hún er oft létt vömbin á búand- körlunum, en hún er seig og sterk. M. ö. o. þeir verða sjálfsagt aldrei ríkir, en þeir hafa nægta nóg.“ Eldri systirin lét þá og ekki heldur standa á svarinu: „Heyr á endemi. Ja, nú er mér nóg boðið,“ hvæsti hún. „Nægta nóg — og allslaus. Ekkert nema þessar merglausu grísabjálfa og kálfaræfla beinagrindur. Nægta nóg, og getið trauðla hulið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.