Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 59

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 59
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 303 nágrönnum. Líf hans fór að verða einstæðingslegra og utan- veltu á hans eigin jörð, og hann vildi hafa sem allra minnst mök við hreppsnefndina. Þegar hér var komið, flaug sú fregn um sveitina, að sumir af bændunum þar í byggðarlaginu væru að hugsa um að flytja burtu. Þetta varð til þess, að Pakhom fór að hugsa með sjálf- um sér: „En það er engin ástæða fyrir mig að yfirgefa mína jörð. Hvers vegna skyldu ekki einhverjir hinna mega fara? Það verður þess rýmra um mig. Ég get keypt upp jarð- irnar þeirra og girt svo kring um mig á allar hliðar. Þá myndi ég geta lifað margfalt þægilegra lífi. Eins og stendur er ég allt of innikrepptur." Nokkru seinna gerðist sá atburður einn daginn, að bónda einn, sem var á ferð, bar þar að garði, og gekk hann til bað- stofu. Pakhom veitti honum beina og næturgistingu, og spurði hann síðar, er þeir höfðu tekið tal með sér, í Guðs nafni, hvaðan hann kæmi. Þessu svaraði bóndinn því, að hann kæmi frá láglendishéruðunum við fljótið, úr héraði nokkru við Volgu, þar sem hann hefði verið í atvinnu. Tók ferðamaðurinn þessu næst að fræða Pakhom á því, hvernig þarna hefði verið stofnuð nýlenda og hver landnámsmaður skráður í sveitarfélagið og honum úthlutað 10 hektörum af landi. „Já, hvílíkt land,“ sagði gesturinn, „og hvílíkur rúgur, sem þar vex. Já, slíkt og því- líkt. Rúggresið var svo hátt, að það huldi hest og svo gild- vaxið, að fimm greipar nægðu 1 kornbindið. Bóndi nokkur, sem hafði komið þangað blásnauður, með tvær hendur tómar og algerlega verkfæralaus, ræktaði þar nú 50 hektara hveiti- akur. Og á þessu síðastliðna ári hafði þá líka bóndi þessi sannarlega grætt 5000 rúblur á einu saman hveitinu." Pakhom komst allur á loft og sál hans varð eins og eldhaf við fregn þessa, og hann tók að hugleiða með sér: „Hvers vegna ætti ég, arminginn, að húka héma, aðkrepptur og inni- byrgður, þegar ég á kost á slíku sældarlífi eins og þessu? Ég sel hvert tangur og tetur héma, bæði jörðina og alla áhöfn °g heimili — og fer og byggi mér sjálfur nýtt hús þarna °g nýtt óðalsetur fyrir peningana. Hér, í þessu umlukta skoti, er lífið ekkert annað en seigdrepandi armæða. Ég verð að minnsta kosti að skreppa þangað, spyrjast fyrir og rannsaka málið.“ 20

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.