Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 59

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 59
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 303 nágrönnum. Líf hans fór að verða einstæðingslegra og utan- veltu á hans eigin jörð, og hann vildi hafa sem allra minnst mök við hreppsnefndina. Þegar hér var komið, flaug sú fregn um sveitina, að sumir af bændunum þar í byggðarlaginu væru að hugsa um að flytja burtu. Þetta varð til þess, að Pakhom fór að hugsa með sjálf- um sér: „En það er engin ástæða fyrir mig að yfirgefa mína jörð. Hvers vegna skyldu ekki einhverjir hinna mega fara? Það verður þess rýmra um mig. Ég get keypt upp jarð- irnar þeirra og girt svo kring um mig á allar hliðar. Þá myndi ég geta lifað margfalt þægilegra lífi. Eins og stendur er ég allt of innikrepptur." Nokkru seinna gerðist sá atburður einn daginn, að bónda einn, sem var á ferð, bar þar að garði, og gekk hann til bað- stofu. Pakhom veitti honum beina og næturgistingu, og spurði hann síðar, er þeir höfðu tekið tal með sér, í Guðs nafni, hvaðan hann kæmi. Þessu svaraði bóndinn því, að hann kæmi frá láglendishéruðunum við fljótið, úr héraði nokkru við Volgu, þar sem hann hefði verið í atvinnu. Tók ferðamaðurinn þessu næst að fræða Pakhom á því, hvernig þarna hefði verið stofnuð nýlenda og hver landnámsmaður skráður í sveitarfélagið og honum úthlutað 10 hektörum af landi. „Já, hvílíkt land,“ sagði gesturinn, „og hvílíkur rúgur, sem þar vex. Já, slíkt og því- líkt. Rúggresið var svo hátt, að það huldi hest og svo gild- vaxið, að fimm greipar nægðu 1 kornbindið. Bóndi nokkur, sem hafði komið þangað blásnauður, með tvær hendur tómar og algerlega verkfæralaus, ræktaði þar nú 50 hektara hveiti- akur. Og á þessu síðastliðna ári hafði þá líka bóndi þessi sannarlega grætt 5000 rúblur á einu saman hveitinu." Pakhom komst allur á loft og sál hans varð eins og eldhaf við fregn þessa, og hann tók að hugleiða með sér: „Hvers vegna ætti ég, arminginn, að húka héma, aðkrepptur og inni- byrgður, þegar ég á kost á slíku sældarlífi eins og þessu? Ég sel hvert tangur og tetur héma, bæði jörðina og alla áhöfn °g heimili — og fer og byggi mér sjálfur nýtt hús þarna °g nýtt óðalsetur fyrir peningana. Hér, í þessu umlukta skoti, er lífið ekkert annað en seigdrepandi armæða. Ég verð að minnsta kosti að skreppa þangað, spyrjast fyrir og rannsaka málið.“ 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.