Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 62

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 62
306 KIRKJURITIÐ algerlega og kvaðalaust, þá hefði hann sloppið við alla þá hremmingu. Hann fór því að litast um eftir landi, sem hann gæti fengið til fullrar eignar og algerlega kvaðalaust. í þessu braski sínu komst hann í kynni við kaupmann nokkurn, sem orðið hafði gjaldþrota og var fús á að selja honum 500 hektara lands- svæði fyrir litla peninga. Pakhom gerði samninga við hann, og eftir nokkurt þref lauk þeim á þá lund, að Pakhom keypti landið fyrir 1000 rúblur — og skyldi greiða helminginn þegar í stað, og hinn helminginn síðar. Daginn eftir að þetta var útkljáð, kom kaupmaður nokkur heim til Pakhoms til þess að fá hagagöngu fyrir hross sín. Þeir hvolfdu í sig úr stærðar tekönnu og skröfuðu. Kaupmaður kvaðst vera kominn langt að — mjög langt að, alla leið frá Baskira-löndum, þar sem hann sagðist nú reyndar vera nýbúinn að kaupa 5000 hektara fyrir aðeins 500 rúblur. Pakhom dró ekki af sér að spyrja hann spjörunum úr og kaupmaður leysti frá skjóðunni. „Nú, ég gerði nú reyndar ekkert annað en gefa körlunum nokkra smámuni (síðúlpur, gólfábreiður og teböggla), strá kringum mig hér um bil 100 rúblum, og hella svartadauða í hvern og einn, sem langaði í hann. Og á endanum fékk ég hektarinn fyrir 20 kópeka — og kaupmaðurinn sýndi Pakhom afsals- bréfið. „Eignarland þetta,“ lauk kaupmaðurinn máli sínu, „ligg- ur fram með fljóti nokkru og er allt ein grasi vafin heiðar- flatneskja." „Þótt þú leitaðir í heilt ár, myndir þú hvergi nokkurs staðar finna annað eins land og þetta,“ hélt kaupmaðurinn áfram máli sínu. „Þetta er svona í öllum löndum Baskira. Auk þess er þessi lýður þar sauðheimskur. Þú getur fengið landið hjá þeim fyrir bókstaflega talað ekki nokkum skapaðan hlut.“ „Já, slíkt og þvílíkt," hugsaði Pakhom, „hvað stoðar fyrir mig að borga 1000 rúblur fyrir skitna 500 hektara, og vera stöðugt á skuldaklafanum, þegar það er leikur einn fyrir mig að verða stóróðalseigandi fyrir sömu fjárhæð.“ Pakhom spurði kaupmanninn, hvernig hann ætti að fara að því að komast til lands Baskira, og jafnskjótt sem heimildar- maður hans hafði kvatt, tók hann að búast til ferðar. Hann skildi konu sína eftir heima en hafði einungis húskarl sinn með sér. Fyrst lagði hann leið sína til borgarinnar. Þar keypti

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.