Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 62

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 62
306 KIRKJURITIÐ algerlega og kvaðalaust, þá hefði hann sloppið við alla þá hremmingu. Hann fór því að litast um eftir landi, sem hann gæti fengið til fullrar eignar og algerlega kvaðalaust. í þessu braski sínu komst hann í kynni við kaupmann nokkurn, sem orðið hafði gjaldþrota og var fús á að selja honum 500 hektara lands- svæði fyrir litla peninga. Pakhom gerði samninga við hann, og eftir nokkurt þref lauk þeim á þá lund, að Pakhom keypti landið fyrir 1000 rúblur — og skyldi greiða helminginn þegar í stað, og hinn helminginn síðar. Daginn eftir að þetta var útkljáð, kom kaupmaður nokkur heim til Pakhoms til þess að fá hagagöngu fyrir hross sín. Þeir hvolfdu í sig úr stærðar tekönnu og skröfuðu. Kaupmaður kvaðst vera kominn langt að — mjög langt að, alla leið frá Baskira-löndum, þar sem hann sagðist nú reyndar vera nýbúinn að kaupa 5000 hektara fyrir aðeins 500 rúblur. Pakhom dró ekki af sér að spyrja hann spjörunum úr og kaupmaður leysti frá skjóðunni. „Nú, ég gerði nú reyndar ekkert annað en gefa körlunum nokkra smámuni (síðúlpur, gólfábreiður og teböggla), strá kringum mig hér um bil 100 rúblum, og hella svartadauða í hvern og einn, sem langaði í hann. Og á endanum fékk ég hektarinn fyrir 20 kópeka — og kaupmaðurinn sýndi Pakhom afsals- bréfið. „Eignarland þetta,“ lauk kaupmaðurinn máli sínu, „ligg- ur fram með fljóti nokkru og er allt ein grasi vafin heiðar- flatneskja." „Þótt þú leitaðir í heilt ár, myndir þú hvergi nokkurs staðar finna annað eins land og þetta,“ hélt kaupmaðurinn áfram máli sínu. „Þetta er svona í öllum löndum Baskira. Auk þess er þessi lýður þar sauðheimskur. Þú getur fengið landið hjá þeim fyrir bókstaflega talað ekki nokkum skapaðan hlut.“ „Já, slíkt og þvílíkt," hugsaði Pakhom, „hvað stoðar fyrir mig að borga 1000 rúblur fyrir skitna 500 hektara, og vera stöðugt á skuldaklafanum, þegar það er leikur einn fyrir mig að verða stóróðalseigandi fyrir sömu fjárhæð.“ Pakhom spurði kaupmanninn, hvernig hann ætti að fara að því að komast til lands Baskira, og jafnskjótt sem heimildar- maður hans hafði kvatt, tók hann að búast til ferðar. Hann skildi konu sína eftir heima en hafði einungis húskarl sinn með sér. Fyrst lagði hann leið sína til borgarinnar. Þar keypti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.