Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 79

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 79
SÉRA HERMANN HJARTARSON 323 Haustið 1943 tók séra Hermann að sér skólastjórn við Héraðsskólann að Laugum, fyrir þann vetur, sem í hönd fór. Á næsta ári réðst hann þar skólastjóri til frambúðar, og sagði þá af sér prestsskap. Var hann síðan skólastjóri Laugaskóla til dauðadags. Á sama ári og séra Hermann flutti að Skútustöðum hið fyrra sinn, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur frá Pálsgerði í Höfðahverfi. Þeim varð sex barna auðið, og lifa fimm þeirra, öll uppkomin. Margir langferðamenn, er um Mývatnssveit ferðuðust fyrir 10—30 árum, munu minnast hins ánægjulega heimilis, er þau hjón voru samhent um að skapa þar, en Skútustaðir voru um þær mundir annar helzti gististaður ferðamanna hérsveitis, og eftirsóttur af dvalargestum, meira en hús- rúm leyfði. Séra Hermann var um marga hluti mjög óvenjulegur maður, og minnisstæður þeim, sem honum kynntust að nokkru ráði. Fljóttekinn var hann ekki til kynningar. Má vera að þeir, sem ekki áttu þess kost að hitta hann nema einu sinni eða svo, hafi réttilega talið sig litlu nær um að vita, hvern mann hann hefði að geyma, því að við fyrstu kynni var hann einatt hlédrægur, og jafnvel fá- látur, einkum í fjölmenni. En ef til meiri viðkynningar öró, var hann hverjum manni skemmtilegri til viðræðu, orðheppinn og rökvís, en þó glettinn og spaugsamur, ein- arður og glöggskyggn í dómum um menn og málefni, og fjölfróður, svo af bar, um hin sundurleitustu viðfangsefni. Virtist svo sem ekkert færi fram hjá honum, sem mark- vert mætti teljast, hvort heldur um var að ræða andlegar hræringar, tekniskar framfarir, eða fjárhagsleg og pólitísk átök, fjær eða nær. Langt var þó frá, að hann legði stund á fróðleikssöfnun um ytra borð slíkra hluta, því að vissu- Jega stóð huga hans og skoðunarhætti nær að gaumgæfa innhverfu þeirra, væntanleg áhrif þeirra á mannfólkið, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.