Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 79

Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 79
SÉRA HERMANN HJARTARSON 323 Haustið 1943 tók séra Hermann að sér skólastjórn við Héraðsskólann að Laugum, fyrir þann vetur, sem í hönd fór. Á næsta ári réðst hann þar skólastjóri til frambúðar, og sagði þá af sér prestsskap. Var hann síðan skólastjóri Laugaskóla til dauðadags. Á sama ári og séra Hermann flutti að Skútustöðum hið fyrra sinn, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur frá Pálsgerði í Höfðahverfi. Þeim varð sex barna auðið, og lifa fimm þeirra, öll uppkomin. Margir langferðamenn, er um Mývatnssveit ferðuðust fyrir 10—30 árum, munu minnast hins ánægjulega heimilis, er þau hjón voru samhent um að skapa þar, en Skútustaðir voru um þær mundir annar helzti gististaður ferðamanna hérsveitis, og eftirsóttur af dvalargestum, meira en hús- rúm leyfði. Séra Hermann var um marga hluti mjög óvenjulegur maður, og minnisstæður þeim, sem honum kynntust að nokkru ráði. Fljóttekinn var hann ekki til kynningar. Má vera að þeir, sem ekki áttu þess kost að hitta hann nema einu sinni eða svo, hafi réttilega talið sig litlu nær um að vita, hvern mann hann hefði að geyma, því að við fyrstu kynni var hann einatt hlédrægur, og jafnvel fá- látur, einkum í fjölmenni. En ef til meiri viðkynningar öró, var hann hverjum manni skemmtilegri til viðræðu, orðheppinn og rökvís, en þó glettinn og spaugsamur, ein- arður og glöggskyggn í dómum um menn og málefni, og fjölfróður, svo af bar, um hin sundurleitustu viðfangsefni. Virtist svo sem ekkert færi fram hjá honum, sem mark- vert mætti teljast, hvort heldur um var að ræða andlegar hræringar, tekniskar framfarir, eða fjárhagsleg og pólitísk átök, fjær eða nær. Langt var þó frá, að hann legði stund á fróðleikssöfnun um ytra borð slíkra hluta, því að vissu- Jega stóð huga hans og skoðunarhætti nær að gaumgæfa innhverfu þeirra, væntanleg áhrif þeirra á mannfólkið, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.