Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 82

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 82
326 KIRKJURITIÐ Þess vegna varð ekkert fálmkennt, sem hann kom nærri. 1 stjóm sinni á skólafólki virtist hann við flestu búinn, eins og hann væri lengi búinn að hugsa um þetta eða hitt, sem þó bar bráðan að, um að ráða fram úr. Við þetta varð ég oftar en einu sinni var, og dáðist að. Mér virtist séra Hermann óvenjulegur og markviss stjórnari, svo ágætur, að ég efast um að hann eigi sér marga líka. Hann stjómaði án þess að láta fara mikið fyrir sér, eða vera með hávaða og bægslagang. Rólegur og þögull, en þó sívakandi yfir sálarheill skóla síns, vann þessi óvenju- lega heilsteypti og hispurslausi maður sér virðingu og traust nemenda sinna og samverkamanna.‘‘ Þessi tilfærðu orð hníga mjög í sömu átt og hér var áður lýst um skapgerðareinkenni og persónuleg áhrif séra Hermanns á þá, sem hann var samvistum við. Hvort- tveggja er til sönnunar því, að með honum bjó óvenju sterkur persónuleiki. Það hugtak er að sönnu næsta óaf- markað, en láti sú skýring nærri, að í því felist að móta umhverfi sitt ósjálfrátt, með persónulegu áhrifavaldi, þá er víst um, að séra Hermann átti þann töfrastaf, sem til þess þarf. Þeir, sem nota slíka guðsgjöf öðrum til upp- byggingar og farsældar, eins og hann, mega sannarlega teljast salt jarðar. Jón Gauti Pjetursson. Kirluiasamband Norðurlanda. 1 síðasta hefti Kirkjuritsins var sagt frá því, að kirkja ís- lands hefði gerzt aðili í Kirknasambandi Norðurlanda. Full- trúar íslands hafa þeir verið kosnir, dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup aðalfulltrúi og Ásmundur Guðmundsson varafulltrúi. Hinn síðamefndi sat stjómarfund í Sigtúnum í Svíariki 16.— 17. október, og er frásögn um för hans og fundarstörfin í 18. tbl. Kirkjublaðsins, 6. nóv.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.