Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 8

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 8
6 KIRKJURITIÐ m. Engu að síður er svar kirkjunnar rétt. Kristindómurinn á að vísa mannkyninu veginn. Hann einn megnar að sýna því, hvert halda skal. Hann er vegurinn. Allar götur frá honum refilstígir. En hvað er kristindómur? Er honum rétt lýst af þeirri guðfræðistefnu, sem leggur höfuðáherzlu á gerspillingu mannanna og fullkomið getu- leysi til að bæta ráð sitt? Er það sá boðskapur, sem á að vera mannkyninu veganesti öðru fremur á síðara helmingi 20. aldarinnar? Víg og morð, dauðravalur, hungur og hrundar borgir á liðnum áratugum hrópa nógu skýrt um hermdarverk og glæpi. Sakamanninn, sem horfir á ill- ræðisverk sitt dag og nótt, þurfa ekki aðrir að sannfæra um, að hann sé glæpamaður, heldur þarfnast hann hjálp- ræðisboðskapar — gleðiboðskapar. Svo er og nú um mannkynið. Það þarfnast hins upphaflega, máttuga fagn- aðarerindis. Annað er afskræming kristindómsins. Það þarfnast kærleiksboðskapar, er geti rétt það við og veitt því þrek til að halda á næsta áfangann. Og hann verður að vera fluttur á því máli, sem móðirin talar við barnið sitt. Mennirnir þarfnast brauðs, sem þeir geti nærzt við, en ekki steina. Guðfræðimoldviðri hefir verið þyrlað upp af mikilli orð- gnótt eins og Jesús Kristur hefði aldrei talað orðin: Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir opinberað það smælingjum, sem þú hefir hulið fyrir spek- ingum og hyggindamönnum. Og við erfikenningu manna hefir verið haldið sér svo fast, að boð Guðs hafa gleymzt. Lærdómar fyrri tíðar manna hafa verið látnir skyggja á þau, að vísu óvitandi í vantrú. Allar umbúðirnar verið látnar hylja kjarnann. Já, mikið af því, sem við nefnum kristindóm bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, er ekki annað en gervikristin- dómur. Það er ekki guðfræðin, sem bjargar mannheimi á heljarþremi. Hvorki gamla guðfræðin, aldamótaguðfræðin,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.