Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 16

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 16
Guðfrœði Karls Barth. Karl Barth prófessor í guðfræði er fæddur 1886. í lok fyrra heimsstríðs eða í ágúst 1918, gaf hann út verk sitt Der Römerbrief og sló þá til hljóðs fyrir boðskap sínum með þeim myndugleik, lærdómi og gáfum, að eftirtekt vakti um allan hinn menntaða heim. Með því verki tryggði hann sér þegar sess meðal stærstu guðfræðinga kristn- innar og átti opna leið að kennarastöðum við helztu há- skóla. Skýringarit hans yfir Rómverjabréfið er ekkert smáræðis verk, það er um 800 bls. í Biblíubroti og velur hann þar að yfirskrift þessi orð úr Galatabréfinu: „Ekki fór ég upp til Jerúsalem, heldur fór ég til Arabíu.“ Með þeim orðum vill hann gefa í skyn, að hann hirði lítt um troðnar slóðir annarra guðfræðinga, en fari að öllu leyti eigin vegi. Fljótt sér lesandi, að það er rétt, að hér fer höfundur nýrrar stefnu, nýrrar guðfræði, og svo óvænt eru mörg sjónarmið hans og ný, að manni gæti flogið í hug, að hér fari maður nýfallinn til jarðar með einhverjum undarleg- um hætti frá annarri stjömu. Grunntónninn í öllum boðskap hans er kenningin um hinn mikla, óendanlega volduga og óendanlega fjarlæga Guð. Milli hans og þessa heims er staðfest óra djúp, sem enginn fær yfir komizt. Veldin eða heimarnir eru tveir, hinn jarðneski heimur, sá sýnilegi, og svo hinn guðlegi, sá ósýnilegi. Jarðneski heimurinn er fullur á barma af spillingu og ólæknandi synd. 1 honum finnst hvergi hinn minnsti snefill guðlegs neista, né hið allra smæsta endur-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.