Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 20
18
KIRKJURITIÐ
En eigi að líta á dauða Jesú ekki eingöngu frá sjónar-
miði sögunnar, gildir það ekki síður um sjálfa upprisuna.
Hún er ekki fyrst og fremst sögulegur atburður, sem
átti sér stað um 30 árum eftir Krists burð. Hún gerist í
rauninni handan allrar sögu, hinum megin við markalín-
una, sem skilur heimana tvo, þann eilífa og þann tíman-
lega. Hún er umskiptin miklu, þegar heimur hins óendan-
lega volduga Guðs brýtur sér leið niður í heim forgengi-
leikans. Og hún er hið eina sanna tákn alls hins sögulega
lífs Jesú, ósöguleg sönnun fyrir guðlegum uppruna hans.
Reynt hefir verið að stikla hér á stóru í guðfræði Karls
Barths, sem sumir telja eins konar arftaka Marcions. Til
að skilja hann þurfa menn að hafa kynnt sér sjónarmið
ýmsra fyrri tíma heimspekinga og trúfræðinga, svo sem
Platós og Kants, Franz Overbecks, Kristófers Blumhards,
Sörens Kierkegaard og Fedors Dostojewsky, að ógleymdum
Lúther og Calvín.
Barth er einn umdeildasti guðfræðingur nútímans. Hann
á marga aðdáendur, sem telja að hann á ný hafi reist við
fallandi merki mótmælenda. Orthodoxir munu yfirleitt líta
hann vinaraugum, meðal annars sökum þess, hversu mjög
skoðanir hans ríða í bák við lífsskoðun höfuðandstæðinga
þeirra, nýguðfræðinga.
En úr herbúðum frjálslyndra er svo sem að líkum lætur
andstaðan skörpust. Þeir telja guðfræði hans eiga harla
litlar stoðir í fagnaðarboðskap sjálfs Krists, eins og hann
blasir við í guðspjöllum. Bölhyggja hans og fordæming á
öllu jarðnesku og allri mannlegri viðleitni sé í algerri mót-
sögn við orð og ummæli meistarans, er hann t. d. ávarpar
læriSveina sína sem salt jarðar og Ijós heimsins. og brýnir
þá að verða fullkomnir eins og faðir þeirra á himnum sé
fullkominn. Líkingin um talenturnar verður einnig vart
skilin á annan veg en þann, að Guð faðir hafi fólgið í
djúpum mannssálarinnar brot af eigin eðli og það sé hlut-
verk mannsins að blása að þeim neista, starfa í samræmi