Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 20

Kirkjuritið - 01.01.1951, Síða 20
18 KIRKJURITIÐ En eigi að líta á dauða Jesú ekki eingöngu frá sjónar- miði sögunnar, gildir það ekki síður um sjálfa upprisuna. Hún er ekki fyrst og fremst sögulegur atburður, sem átti sér stað um 30 árum eftir Krists burð. Hún gerist í rauninni handan allrar sögu, hinum megin við markalín- una, sem skilur heimana tvo, þann eilífa og þann tíman- lega. Hún er umskiptin miklu, þegar heimur hins óendan- lega volduga Guðs brýtur sér leið niður í heim forgengi- leikans. Og hún er hið eina sanna tákn alls hins sögulega lífs Jesú, ósöguleg sönnun fyrir guðlegum uppruna hans. Reynt hefir verið að stikla hér á stóru í guðfræði Karls Barths, sem sumir telja eins konar arftaka Marcions. Til að skilja hann þurfa menn að hafa kynnt sér sjónarmið ýmsra fyrri tíma heimspekinga og trúfræðinga, svo sem Platós og Kants, Franz Overbecks, Kristófers Blumhards, Sörens Kierkegaard og Fedors Dostojewsky, að ógleymdum Lúther og Calvín. Barth er einn umdeildasti guðfræðingur nútímans. Hann á marga aðdáendur, sem telja að hann á ný hafi reist við fallandi merki mótmælenda. Orthodoxir munu yfirleitt líta hann vinaraugum, meðal annars sökum þess, hversu mjög skoðanir hans ríða í bák við lífsskoðun höfuðandstæðinga þeirra, nýguðfræðinga. En úr herbúðum frjálslyndra er svo sem að líkum lætur andstaðan skörpust. Þeir telja guðfræði hans eiga harla litlar stoðir í fagnaðarboðskap sjálfs Krists, eins og hann blasir við í guðspjöllum. Bölhyggja hans og fordæming á öllu jarðnesku og allri mannlegri viðleitni sé í algerri mót- sögn við orð og ummæli meistarans, er hann t. d. ávarpar læriSveina sína sem salt jarðar og Ijós heimsins. og brýnir þá að verða fullkomnir eins og faðir þeirra á himnum sé fullkominn. Líkingin um talenturnar verður einnig vart skilin á annan veg en þann, að Guð faðir hafi fólgið í djúpum mannssálarinnar brot af eigin eðli og það sé hlut- verk mannsins að blása að þeim neista, starfa í samræmi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.