Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 27

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 27
UMMYNDUN JESÚ 25 segja. Hvemig skyldu þeir eiga að reisa tjöld hátt í Her- monhlíðum alls lausir? Þeir eru staddir í nánd guðdóms- ins, valds hans og ægitignar, máttar og kærleika, og þá megnar mannleg tunga aðeins að hjala eins og ungbarn. Bjart ský líður eins og morgunn yfir hæðina. Þeir titra frammi fyrir Guði. Svo birtist dýrð hans, svar hans við bænum Jesú og hugsunum lærisveinanna. Dýrð föðurins sameinast dýrð sonarins. Upprisan mun verða honum inn- ganga til þeirrar dýrðar. Ummyndunin er fyrirboði henn- ar líkt og aftureldingin komanda dags. Það roðar af páska- úeginum eilífa uppi á fjallinu helga. Það er meira en að þeir sjái sýn. Þeir heyra einnig orð. Þannig er og lýst ýmsum öðrum voldugustu sýnunum, sem verða allt frá upphafi í sambandi við ævi Jesú, svo sam við fæðingu hans og skím. Hvort orðin hljóma til Þeirra úr skýinu, sem lykur um þá, eða í djúpum sálna t^irra, skiptir ekki máli. Það er rödd Guðs, sem talar, ~~ bergmál raddar hans frá hæstu himnum, eftir því sem Postularnir hafa hugsað sér, því að með öðrum hætti Smti ekkert mannlegt eyra numið hana. Orðin hljóma til þeirra, voldug, blíð og undursamleg: i.Þessi er sonur minn, hinn elskaði, hlýðið á hann.“ Þannig staðfestir Guð sjálfur játning þeirra nokkurum dögum aður undir Hermonrótum í birkirjóðmm við uppsprettu Jórdanar skammt frá borginni Sesareu Filippí. Jesús er Messías, sonurinn, sem spámennimir hafa sagt fyrir, að koma myndi, frelsarinn, konungurinn, sem mun setja ríki a stofn til blessunar öllum þjóðum. En játning þeirra á að verða hafin í æðra veldi. Hún á að hækka og dýpka. .iHlýðið á hann.“ Allt, sem hann segir þeim, mun verða: Htskúfun manns-sonarins, þjáning, dauði, upprisa. Það er loiðin til dýrðarinnar, sem þeir nú hafa séð, leið hans — °g þeirra síðar. Þeir eiga einnig að afneita sjálfum sér, ta.ka upp kross sinn og fylgja honum, týna lífi sínu og Jarga því — ganga inn til eilífrar dýrðar föðurins á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.