Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 56

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 56
54 KIRKJURITIÐ blásnum mönnum. Vitnar hann þannig í fræði þeirra: „Því að á níunda ári sendir Persefóne sédir þeirra, sem goldið hafa henni fyrir gamlar yfirsjónir, aftur frá undirheimum upp í Ijós sólarinnar, og þessir eru þeir, sem verða göfugir konungar, voldugir menn og miklir að vizku og verða nefndir guðdómlegar hetjur á seinni tímum.“ 1 hinni frægu sögu um Er frá Pamfyliu í niðurlagi Ríkisins, lætur Plató Er skýra frá Hadesarför sinni, og segir hann þar frá því, hvernig sálunum er leyft að kjósa hlutskipti sitt í næstu tilveru, áður en þær bergja á Óminn- iselfi, og velja þær sér hlutskiptið allt eftir þroska sínum úr höndum örlagagyðjunnar Lakesis, sem nefnd er „dóttir nauðsynjarinnar". Er þetta í raun og veru eitt og hið sama og hin indverska karmakenning. Ekki veit ég, hvernig sr. Sigurbjörn getur fundið veru- legan stuðning fyrir syndafallssögu Biblíunnar í þessum endurholdgunarkenningum Platós, sem vafalaust eru komnar úr indverskri dulfræði. En miklu skemmtilegra og skynsamlegra finnst mér allt hugmyndaflug hans. Hér er líka mikill munur á, hvernig Plató og hin ind- verska dulfræði nota endurholdgunarkenningu sína: Menn- irnir eru sendir aftur og aftur til jarðarinnar til að læra og öðlast meiri og meiri fullkomnun, þangað til blekkingin hefir ekki framar vald yfir þeim, og þeir eru orðnir hæfír til að hverfa til æðri heimkynna. Áherzlan er lögð á þroskann. Menn frelsast aðeins, þegar þeir eru búnir að læra nógu mikið. 1 syndafallssögu Biblíunnar er Jahve hins vegar látinn senda mennina til jarðarinnar í refsingarskyni fyrir það, að þeir hafa löng' un til að læra að þekkja greinarmun góðs og ills og eins til að stía þeim frá lífsins tré, svo að þeir taki ekki upP á því að eta af ávexti þess og verði þannig ódauðlegir eins og Guð. Annars vegar er örlagagyðjan sva örlát og umburðar- lynd, að hún gefur mönnunum allt, sem þeir óska sér. fullviss um það, að þeir muni reka sig á og læra af reynsl'

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.