Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 76

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 76
74 KtRKJURITIÐ vættisdauða um 156, kvaðst hafa þjónað Kristi í 86 ár, þ. e. a. s. frá skírn hans eru liðin 86 ár. M. ö. o. hann hefir verið skírður um 70 ungbamaskím. Og Jústínus píslarvottur, sem andaðist um 165 e. Kr., segir í fyrri vamarræðu sinni frá mörgum körl- um og konum á sjötugsaldri, sem hafi verið lærisveinar Krists frá bemsku, þ. e. þau hafa verið skírð á bamsaldri á árunum 85—95. í sömu átt benda fomar áletranir, t. d. úr katakombu Pris- cillu. Þá virðist barnsskírnin einnig hafa verið mjög algeng eftir orðum Tertullians að dæma, er hann ritar: „Sakleysis- aldurinn hraðar sér til skímarinnar.“ Böm fædd í kristnu hjónabandi, hyggur Jeremias, að ekki hafi verið venja að skíra í frumkristninni, eða þangað til um 70, því að þau hafi verið talin helguð af skím foreldranna. Þetta ályktar hann af 1. Kor. 7, 1 2—14. En í orðum Páls felst það, að á þessum tímum, um 54, hafi skírn bama kristinna for- eldra enn ekki verið orðin algeng í kristninni. En sá siður hafi orðið upptekinn um það leyti sem Markúsarguðspjall var skrif- að, eða um 65—70. Þá hafi verið farið að skíra öll ungböm í kristnum söfnuðum í Róm í krafti blessunar Jesú yfir ungböm- unum, sem væm hæf til Guðs ríkis. Islenzkar bækur, sendar ritstjóra Kirkjuritsins. Tómas Guðmundsson: Fljótið helga. Helgafell. Ýmsar góðar bækur voru gefnar út fyrir síðustu jól. En þessi er ein hin allra merkasta og ágætasta. Kvæðin í henni eru ekki ýkja mörg, en hvert og eitt vandað og vel ort. Hefir höfundur náð því valdi á máli og rími, að orðalag og setningaskipun virðist svo eðlileg og látlaus sem mælt væri fyrirhafnarlaust af munni fram. Að þessu leyt' stendur hann í fremstu röð íslenzkra skálda fyrr og síðar. Bókin er þmngin djúpum hugsunum og spakmælum. Þarf ekki að lesa lengi til að finna það. Þannig segir t. d. í kvæðinu Haust: Og kallar ei dimmasta nótt eftir nýjum degi? Hin naktasta jörð elur vordraum um fold sína græna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.