Kirkjuritið - 01.01.1951, Qupperneq 90
88
KIRKJURITIÐ
En þótt mótinu væri slitið, hafði hin frábæra finnska gest-
risni þó ekki sleppt tökum á fulltrúunum. Var nú keppzt um
að bjóða þeim í ferðalög víðs vegar um nágrennið. Einn eftir
annan risu Finnarnir á fætur og hvöttu fulltrúa að fylgja sér
og sjá ýmsa fagra og söguríka staði. — Okkur var sérstaklega
minnisstæð saga, er einn Finnanna sagði til að lýsa ágæti þess
staðar, er hann mælti með. Hann mælti: „Ég get tekið mér
í munn ummæli hjálpræðishermannsins, sem sagði: Ég hefí
verið í Evrópu, ég hefi verið í Ameríku, og ég hefi líka verið
í Asíu, Afríku, já, Ástralíu, já og mörgum öðrum heimsálfum,
en hvergi er þó jafn gott að vera og í Hjálpræðishernum. —
Ég get sagt: Enginn finnst slíkur staður og sá, sem ég mæli
með.“
Ekki létum við þó freista okkar af svo kröftugri auglýsingu,
heldur fórum í fremur fámennum hópi til kirkjuheimilisins
Lárkkulla í Karis. Kirkjuheimilið, sem jafnframt er æskulýðs-
skóli, var byggt skömmu eftir lok síðasta stríðs. M. Bonsdorff
biskup í Borgo hefir einna mest unnið að stofnun heimilis þessa-
Bonsdorff er maður á sjötugs aldri. Hann varð ungur biskup
og hefir gegnt því embætti um þrjátíu ára skeið. Er Bonsdorff
skáld gott og á nokkra sálma í sænsk-finnsku sálmabókinni-
í Larkkulla var setið fram eftir kvöldi í glöðum og góðum
félagsskap. Skiptust menn á að segja léttar og skemmtilegar
sögur hver frá sínu heima. Flestar eru sögumar gleymdar, eins
og oft vill verða, þegar mikið ber að í einu. Ein er þó eftir>
sem er þess verð, að henni sé haldið til haga. — Eitt sinn kom
biskup á vísitasíuferð til prests nokkurs. Hlýddi biskup Þar
messu. Að guðsþjónustu lokinni ræddust þeir við, og bar Þa
ýmislegt á góma. Meðal annars skýrði prestur svo frá, að hann
hefði ætíð þann sið við ræðugerð, að skrifa svo sem helminS
ræðunnar, en láta svo andann um hinn helminginn. „Þá verð
ég að gefa yður það hrós,“ sagði biskup, „að þér prédikið ólík1
betur en andinn.“ —
Háöldruðum manni, sem lítur yfir líf sitt, finnst það líkast
stórri breiðu. Yfir öllu hvílir eins konar móða. Þó eru einstakir
atburðir og atvik skýr og glögg, sem tindar, er gnæfa upp ur
móðunni.
Ef það ætti fyrir okkur að liggja að ná háum aldri, erum
þess fullvissir, að hinir sólríku og hlýju ágústdagar, sem