Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 6
70 KIRKJURITIÐ Einn í þeim flokki var faðir forseta vors, „bardaga- maðurinn með barnshjartað". Sonur hans, Sveinn Björnsson, skipaði sér einnig á imga aldri í fylkingarbrjóst. Hann lét helztu fram- faramál íslendinga mjög til sín taka, og seta hans á Alþingi var giftudrjúg. Ættjarðarást föður hans og móður var honum í blóð borin, og var afstaða hans til Islands jafnan þessi: Þér vinn ég það, sem ég vinn. Hann var að vísu ekki gunnreifur sem faðir hans, heldur beitti mildari aðferð. Hann var ljúfmennið með barnshjartað. Ungur vann hann sér alþjóðar- traust og hylli. Ýmsum þótti það því undarlegt, er hann hvarf frá mörgum og mikilsverðum störfum á Islandi og settist að hér til þess að gegna sendiherraembætti. Einn vina hans hafði orð á því við hann. Þá svaraði Sveinn Bjömsson: „Ef ég get ekki unnið Islandi gagn, þá verð ég ekki lengi í þessari stöðu.“ En hér vann hann Islandi vel og lengi. Og þótt Islendingar séu oft harla ósammála um menn og málefni, þá hygg ég, að þeir hafi allir lokið upp einum munni um það, að Sveinn Björnsson hafi verið hér réttur maður á réttum stað. En að því leið, að hann yrði settur yfir meira. 1 vanda stríðsáranna var hann kvaddur heim og gjörður ríkisstjóri vor. Enginn annar mun þar hafa komið til greina. Fólkið kom sjálfviljuglega. Fús tókst hann á hendur þetta ábyrgðarmikla starf, ekki af löngun til þess að drottna, heldur til að þjóna. „Starf mitt á að vera þjónusta,“ sagði hann oft. Og hann treysti hjálp Guðs til þess, að hann mætti gegna henni trúlega. Hann verður fyrsti forseti lýðveldis vors. Og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.