Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 60
Um skemmtanir.
Eftir séra Gnnnar Árnason frá Skútustöðum.
Rœða háldin á Ásbrékku.
Við erum hér á skemmtisamkomu. Og úr því að ég á
að segja nokkur orð, þá er ekki úr vegi, að ég tali dá-
lítið um skemmtanir.
Það er viðurkennt, að skemmtanalífið er miklu almenn-
ara og meira nú en áður var.
Það er nátttúrlega ýkjusaga um bóndann fyrir vestan.
Hann kvaðst ekki hafa fullt gagn af kaupamanninum sín-
um nema tvo daga vikunnar, því að hina dagana væri
hann ýmist að búa sig undir skemmtunina um helgina,
eða jafna sig eftir hana.
Hitt er satt, að víða er svo komið, að allur fjöldinn
af unga fólkinu sækir skemmtanir a. m. k. um flestar
sumarhelgarnar og finnst það ekki geta án þess verið.
En þegar svo miklum tíma er eytt í skemmtanir, og
vitað er, að mikill hluti af aflafé margra veltur jafnóð-
um í skemmtanaskattinn í víðtækustu merkingu, þá er
það nokkurt umhugsunarefni, hvað skemmtun er og
hvemig á að skemmta sér.
Ég drep á fátt eitt í því sambandi, stikla aðeins á fá-
um steinum.
Ætla mætti, að unga kynslóðin, sem í dag hefir bíl-
ana og jafnvel flugvélarnar til þess að bera sig á milli
skemmtistaðanna, væri glaðasta og ánægðasta kynslóð-
in, sem lifað hefir í landinu. Ég get náttúrlega ekki um
það dæmt. En benda má á, að stundum fer gildi hlut-
anna minnkandi eftir því, sem meira er af þeim.
Þess vegna er gullið gjaldmiðill og svo feykiverðmætt,