Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 8
72
KIRKJURITIÐ
þjóðin skyldi kjósa, sameinaðist hún öll um hann ár
frá ári allt til banadægurs hans.
Ég treysti mér ekki til að greina sundur þá þætti
í skapgerð hans, sem ollu því. Það var leyndardóm-
urinn í lífi hans. Þetta var blátt áfram af því, að
hann var eins og hann var. Þessi samstillti þjóðarvilji
lýsir honum bezt.
Forysta Sveins Björnssonar á Islandi var mikils
verð — og þó enn meira um vert, hve þjóðin skipaði
sér umhverfis hann. Líklega hefði saga vor orðið
önnur á þessum miklu örlagatímum, ef vér hefðum
ekki átt hann, víxlspor orðið fleiri og mistök meiri.
Það var þjóðargæfa að geta sameinazt um hann —
aS fólkið kom sjálfviljuglega.
Fyrir það lofið Drottinn.
Lofgjörðin og þökkin á að vera hér dýpsti tónninn.
Það er einnig að vilja forsetans látna, hins kristna
manns, sem kaus sér Fjallræðuna að leiðarljósi og
skildi og fann dýpt orða Krists um þjónustuna: Hver,
sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver, sem
týnir lífi sínu mín vegna og fagnaðarerindisins, mun
bjarga því.
Þökkum Guði, sem studdi hann í miklu og fögru
ævistarfi.
Og felum honum anda hans og ávöxt verka hans,
konu hans og böm og aðra ástvini, já, alla íslenzku
þjóðina um aldur.
Blessa, Drottinn, og varðveit forseta vorn. Lát þitt
eilífa Ijós lýsa honum. Gef, að þeir, sem nú sá með
tárum, megi uppskera með gleðisöng.
Drottinn minn
gefi dánum ró
hinum líkn, sem lifa.