Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 36
100
KIRKJURITIÐ
Litlu-Asíu. Aðrir setja það í samband við assýrisku eða
babyloníska sögn nb’, sem þýði að „hrópa“ eða „mæla
fram“.
Talað hefir verið um þrjú stig í spámannsstarfseminni
með Israel. Höfundur Samúelsbókanna getur þess á ein-
um stað, „að fyrrum komust menn svo að orði í ísrael,
þá er þeir gengu til frétta við Guð: „Komið, vér skulum
fara til sjáandans. Því að þeir, sem nú eru kallaðir spá-
menn, voru fyrrum kallaðir sjáendur“.“ (I. Sam. 9.9).
Með þessu gefur höfundur Samúelsbókanna til kynna, að
sjáendurnir hafi verið fyrri spámönnunum. Er það fyrsta
stigið. Sjáandinn, á hebr. ró’æ eða khozæ, mun upphaf-
lega hafa verið eins konar spásagnamaður eða stundum
töframaður. Slíkir þekkjast enn í dag í Austurlöndum.
Westermark, sem ritað hefir ferðaminningar frá Marokko,
lýsir þeim svo, „að þeir séu álitnir skilja allt, vita allt og
kunna allt. Þeir eru búnir heilögum mætti, baraka. Sjá-
andinn getur jafnt séð, það sem framundan er og það sem
að baki er. Hann sér allan heiminn fyrir sér eins og væri
hann útbreiddur á handarbakið. Hann sér himnana sjö,
heimana sjö, höfin sjö. Hann veit það, sem gerist langt
burtu. Hann sér inn í framtíðina. Hann gefur þeim, sem
spyrja hann, góð ráð. Það er leitað til hans víðs vegar
að. Það er mál manna, að skynsemi hans sé í himninum,
þess vegna viti hann allt.“ Sjáendur komast ekki í hrifn-
ingarástand, þeir verða ekki frá sér numdir. Þeir eru
ekki spámenn í venjulegri merkingu, en þeir eru máttug-
ir í orði og verki. —
Annað stigið er spámannastarfsemin í ísrael eins og
hún mótast e. t. v. sumpart fyrir áhrif frá kanverskum
spámönnum og í andstöðu við þá. — Spámennimir mynda
þá eins konar spámannafélög. Er haldið, að klausturreglu
þeirri meðal Múhammeðstrúarmanna, sem derwisj-regla
nefnist, svipi að mörgu leyti, hvað ytra skipulag snertir,
til spámannahreyfingarinnar í Israel á þessu stigi. Klaust-
urregla þessi er starfandi enn þann dag í dag. Orðið der-