Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 40
104 KIRKJURITIÐ staddur í musterinu í Jerúsalem, er hann sá „drottin sitj- andi á háum og gnæfandi veldisstóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn". — Hann sá himneskar verur og hann heyrði rödd, sem sagði: „Hvern skal ég senda. Hver vill vera erindreki vor“. — „Og Jesaja svaraði: „Hér er ég. Send þú mig“.“ (Jes. 6). Svo áþreifanleg gat köllunin orð- ið. Hún var augnablik helgað af himinsins náð. Grundvöll- urinn að starfi spámannsins er lagður. Jeremía, sem starfaði í Júdaríki á síðari hluta 7. aldar og fram á 6. öld, fékk þá skipun í kölluninni, „að upp- ræta og umtuma, eyða og rífa niður, byggja og gróður- setja“. En köllunin var aðeins upphafið. Guð sleppti spámann- inum ekki upp frá því. „Þú tókst mig tökum og barst hærra hlut“ (Jerm. 20. 7). Svo kemst Jeremía að orði á einum stað,. Spámennirnir ráða hvorki orðum sínum né gerðum. Þeir eru á valdi Guðs, honum háðir. — Þeir finna til valds hans, þeir finna til máttar hans. Þeir reyna að gera öðrum ijóst, hversu sú tilfinning er. „Hönd Guðs kom yfir mig“. „Hönd Guðs hvíldi þungt á mér“. Svo áþreifanleg var nálægð Guðs. — Enginn gat komizt hjá að hlýða honum. „Hafi ljónið öskrað, — hver skyldi þá ekki óttast? Hafi drottinn Guð talað, — hver skyldi þá ekki spá? — Svo kemst Amos að orði (Amos 3,8), en Jeremía lýsir hinu sama svo: „Hjartað í brjósti mér er sundur-marið, öll bein mín skjálfa, — vegna Guðs (Jahve) og vegna hans heilögu orða“ (Jer. 23. 9). „Og ef ég hugs- aði: Ég skal ekki minnast hans og eigi tala framar í nafni hans, þá var sem eldur brynni í hjarta mínu, er byrgður væri inni í beinum mínum. Ég reyndi að þola það, en ég gat það ekki“ (Jer. 20. 9). Guð réði lífi spámannanna og ævikjörum. Spámennirnir þekktu mátt Guðs. Þeir voru þess fuU* vissir, að Guð hafði gefið þeim hlutdeild í mætti sínum- Sá máttur var gefinn þeim með „guðs orðinu“, sem þeii' áttu að flytja. Það orð hljómar ekki aðeins og heyrist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.