Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 66
130
KIRKJURITIÐ
Og þetta minnir mig á skemmtun samtalsins.
Ingólfur sat og talaði við Valgerði þann dag allan.
Haldið þið nú, að hann hafi sagt tóma brandara, á
milli þess, sem hann talaði tóma vitleysu? Sumt unga
fólkið talar svoleiðis saman nú á dögum, heyrist mér.
En í gamla daga iðkuðu menn oft samtalið sem íþrótt,
líkt og kveðskap. Við konungahirðir og í fínum sam-
kvæmum töluðu menn jafnvel víða um langa hríð aðal-
lega saman á frönsku, af því að sú tunga þótti einna
bezt til þess fallin, að leikur hugsunarinnar og glit orð-
gnóttarinnar nyti sín.
Til eru þeir menn, sem unun er að heyra tala. Ræða
þeirra er eins og áfengur mjöður, lík og niður fjarlægra
vatna.
Stefán frá Hvítadal sagði svo vel frá, að engum gleymd-
ist, sem heyrði hann. En það þarf ekki skáld til.
Og svo getur svo oft verið gott að blanda geði, að ræða
sameiginleg hugðarefni, eða glíma við að ráða gátur
tilverunnar. Skyggnast í leyndardómana, líkt og djúpan
hálfmyrkan hylinn.
Þarna er enn ein skemmtunin, sem æskan á að taka
upp af nýju. Hún á að muna, að við erum manneskjur,
að við erum öll að spyrja og spá um svo ótalmargt, og
það getur verið svo gaman að bera saman bækurnar.
Eg hefi eins og flestir gaman af orðheppni og fyndni,
og finnst hressandi að reka upp stóran hlátur. En þegar
einhverjir flissa endalaust, hefi ég ekki trú á, að
komi mikið frá hjartanu. Slíkt minnir mig á hrossabrest,
sem veifað er af einskærri rælni og ætlar alveg að æra
mann.
Vinir verða þeir ekki, sem alltaf látast hver fyrir öðr-
um, sem dyljast líkt og hirðfífl undir skrípalátum. En
þeir verða vinir, sem njóta trúnaðar hvor annars °&
bregðast honum ekki.
Gleði vináttunnar geta menn sótt á skemmtanir og