Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 15
SVO LANGA STUND — 79 Allt er þetta þyngra en tárum taki. Og þó. Eigum við ekki enn heilagar stundir? Kemur það ekki fyrir, að ys og þys veraldar fjarar frá þér og undursamleg kyrrð verður í sál þinni? Kemur ekki yfir þig eins og stormahlé, og þú vaknar af svefn- órunum? Heyrirðu þá ekki nefnt nafn þitt og blíða rödd hvísla að þér, brosandi og dapra í senn: Svo langa stund hefi ég með yður verið, og þú ... þekkir mig ekki? Þá er það hann, Kristur, sem spyr. Og spuming hans er svar við þinni þyngstu þrá. Ef Jesús að þér snýr með ástarhóti, líttu þá hjartahýr honum á móti. Við eigum ef til vill erfitt með að trúa, að hann sé svo nærri, maður, sem uppi var fyrir 19 öldum. En gættu að því, að það er aðeins huliðstjald, sem skilur tíma og eilífð. Ástvinir þínir einhverjir, sem þú hefir lifað daglega samvistum við, eru ef til vill horfnir bak við þetta tjald. Ef til vill margir, ef ár þín eru orðin mörg. Eru Þeir svo fjarri þér? Lifirðu ekki með þeim lífi hjartans °g hugsar til samfunda innan skamms? Og getur sá, sem stendur við hlið okkar í dag, ekki verið horfinn okkur á morgun? Skyldi þá Jesús vera þér fjær? Nei. Hann er nær en hjarta og önd, þótt enn hljóti hann oft að segja eins og við Emmaussveinana forðum: Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa. Augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki. Heyrir þú ekki röddina ljúfu? Svo langa stund hefi eg með yður verið, og þú .... þekkir mig ekki? Ég veit, að margir heyra hana og þekkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.