Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 59
123
ÞRETTÁNDASPJALL 1952
íljóta þama í hnédjúpu syndaflóði af víni, whisky, öli, bjór og
sagi, mælti hann ánægjulega: „Nú skulum við hypja okkur burt
héðan.“
^egar þeir voru komnir út úr dyrunum, stakk veitingamaður
hendi í vasa sinn, tók upp útidyralykil og mælti:
„Virðulegi trúboði. Allt þetta hús, með grunni og öllu, sem
1 því er, er yðar eign. Þér megið gera við það, hvað sem yður
þóknast. Héma er lykillinn. Gerið þér svo vel.“
Og nú stendur þama, á sama grunninum og brennivínsknæp-
an stóð, mikil og fögur kirkja, með afburða prestum, fjölmenn-
söfnuðum og voldugri tíðagerð.
„Vitringar úr austurátt
ei því dvöldu’, en fóru brátt
þess hins komna kóngs að leita,
kóngi lotning þeim að veita,
:,: mestur sem að alinn er. :,:
Stjarna veitt oss einnig er,
og ef henni fylgjum vér,
hennar leiðarljósið bjarta
leiða’ um jarðar húmið svarta
:,: oss mun loks til lausnarans. ”
Þökk fyrir elskulega kynningu liðinna ára, kæri bróðir, og
Sleðilegt og farsælt nýtt ár.
Jónmundur Halldórsson.