Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 39
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS 103
Nahum, Habakúk, Joel, Haggai og Sakaría hafi verið í
hópi þeirra.
Mun auðveldara er að gera sér grein fyrir lífi, starfi
og boðskap ritspámannanna en fyrirrennara þeirra. Margt
í ritunum eru heimildir frá fyrstu hendi. En viðfangs-
efnið verður þá að sama skapi margþættara og yfirgrips-
meira. Hér verður þvi aðeins tækifæri til að minnast á
fátt eitt. Skal fyrst leitazt við að gera nokkra grein fyrir
hugsunarhætti, innra lífi og starfsaðferðum þessara spá-
manna, — og síðan boðskap þeirra.
Amos er ritspámannanna elztur. Hann starfaði í ísraels-
ríki um miðja 8. öld f. Kr. Amosi virðist vera ljóst sjálf-
mn, að hann er spámaður með öðrum hætti en þeir, sem
á undan höfðu starfað. Hann segist hvorki vera spámaður
oó af spámannaflokki kominn, — en hann hefir hlotið
köllun af Guði. — Spámaðurinn minnist atviks, er Guð
tók hann frá hjarðmennskunni og sagði við hann: ,,Far
bú og spá þú hjá lýð mínum Israel“ (Amos 7, 14—15).
Amos var fjárhirðir suður í Tekóa skammt frá Betlehem.
Hann hafði ekkert samband haft við spámannaflokkana.
En svo byrjaði hann að sjá sýnir og honum varð ljóst,
að Guð fól honum nýtt hlutverk: Að spá, að flytja þjóð
sinni boðskap. _ Fyrir daga ritspámanna Israels verður
aðallega vart tvenns konar skilnings á eðli köllunar í
Austurlöndum. — Annars vegar var litið svo á, að því
fylgdi köllun að fæðast inn i ákveðna ætt eða ættkvísl.
Menn fæddust til þessa starfs eða hins. Hins vegar vai
álitið, að sá, er hlotið hafði í vöggugjöf hæfileika í ein-
úverja átt, hefði þar með fengið köllun. Hann væri skyld-
Ur til að nota hæfileikana. Ritspámenn Israels líta öðrum
augum á köllunina. Þeir eru hvorki fæddir spámenn né
búa yfir hæfileikum, sem gera það eðlilegt, að þeir takist
slíkt hlutverk á hendur. En Guð hefir opinberazt þeim.
Mann hefir kallað þá. Þeirra var aðeins að hlýða. Sumir
§era tilraun til að lýsa köllunaraugnablikinu. Jesaja, sem
starfaði í Júdaríki á síðari helming 8. aldar f. Kr., var