Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 48
Kristur grœtur yíir Jerúsalem,
Þú lítur, Kristur, af hárri hlíð
á heilaga feðraborg.
Af himnum sólin björt og blíð
blikar um götur og torg.
En hver mun skilja þitt hugarstríð,
hjarta þíns tár og sorg?
Maðurinn finnur ei forlög sín,
fjötur og syndagjöld.
Purpurinn sindrar og silfrið skín,
en sálin er myrk og köld.
Sá telur ei, Kristur, tárin þín,
sem trúir á auð og völd.
Þú horfir, Kristur, á harmaslóð,
hugstola, tárvota jörð,
á rústir borga og runnið blóð,
sem rignir í kaldan svörð.
f himninum mun þín gæzkan góð
gráta vor örlög hörð.
Kristur Drottinn, þú kemur enn
á kærleikans vitjunarstund.
Guðsríkis borg þú bjarta senn
byggir á jarðar grund.
Þar boðar algæzkan alla menn
á eilífrar náðar fund.
Jakob Jónsson.