Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 29
SINNULEYSI
93
er m. a. auðséð á umhyggju þeirra fyrir bömunum í lík-
amlegum efnum, heilsu þeirra og allri aðbúð. En mörgum
kennurum og fræðurum ber saman um, að trúarlegt upp-
eldi þeirra sé víða vanrækt. Ef til vill varpa foreldrarnir
akyggjum sínum upp á skólana í þessum efnum. En það
er sorglegur misskilningur, því að trúarlegt uppeldi verð-
Ur að byrja löngu fyrir skólaaldur. Þetta efni er annars
f jölþætt vandamál, sem töluvert hefir verið rætt, og verða
Því ekki gjörð skil hér. En það á við hér, eins og í öllum
öðrum efnum, að til þess að bæta úr böli, þarf að leita
orsakanna og uppræta þær. Hér er ein orsökin sinnuleysi,
sama sinnuleysið, sem veldur hinni lélegu kirkjusókn.
Engir trúaðir foreldrar geta látið sér á sama standa um
ti’úarlíf bama sinna. En sé þeim annt um þau í þessu efni,
t>á verða þeir að venja bömin á að ganga í Guðshús. Það
vita allir og viðurkenna, að vér erum áhrifanæmust í
öernsku og æsku, og áhrif þeirra ára marka djúp og var-
a°leg spor. Það ætti að vera hverju kristnu foreldri ljóst,
að það er nauðsyn að láta börnin verða fyrir helgum
°g göfgandi áhrifum guðsþjónustunnar, að láta þau læra
a<5 elska kirkjuna sína og þar með kirkjuna í heild. Hvað
Sem foreldrunum sjálfum virðist um kirkjugöngu sína og
hvað sem þeim virðist um prestinn, þá er það skylda gagn-
vart börnunum, að innræta þeim einnig þennan þátt trú-
arlífsins, með því að láta þau fylgja sér í kirkju. En á
þessu er sorglegur misbrestur og svo langt gengur tóm-
laetið, að fermingarbörn eru ekki að öllum jafnaði látin
Sækja kirkju þann tíma, sem verið er að búa þau undir
fermingu. Þeir foreldrar, sem svo eru sinnulausir, þurfa
ekki að furða sig á þvi, að börn þeirra rækja ekki kirkju,
t>egar þau eldast, heldur leita í aðrar áttir til fullnægingar
andlegum þörfum sínum. Til þess að áhrifin af kirkju-
gongu verði æskulýðnum — og öðrum — til sem mestra
u°ta, þarf öll guðsþjónustan að vera í anda trúar vorrar,
i samræmi við helgar trúartilfinningar og samboðin helgi
h’kju Krists. Það, sem hér er átt við, er ekki kjami guðs-