Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 50
114
KIRKJURITIÐ
fædda konungs Gyðinga", kunnað sálminn, myndu þeir hafa
sungið hann með miklum fögnuði: Þetta var þeim svo heilagt
og hjartfólgið og alvarlegt ferðalag, að þeir hafa fagnað hverju
spori, sem leiðin sóttist. Styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Þetta hefir ver-
ið óraleið. Leið mannsandans og mannshjartans í leitinni að
Guði sínum og skapara. Eitt sinn, sem oftar, voru þeir vinimir,
Jones Burne og Ruskin, að ræða þessi mál. Burne þótti sagan
af hirðunum fegurri og dásamlegri. Ekki vildi Ruskin fallast á
það. Hann taldi, að hirðamir hefðu ekkert haft að missa, en
allt að vinna. Ertu Ruskin sammála? Hirðarnir vöktu yfir hjörð
sinni — og yfirgáfu hana og fóm rakleiðis til Betlehem að sjá
þenna atburð. Yfirgáfu margir sínar hjarðir til að hlusta á þig
— og tilbiðja Jólabamið í Háskólanum? En Ruskin bætti við:
Vitringamir höfðu meira fyrir þessu. Þeir urðu að ferðast
hættulegar og erfiðar óraleiðir. En hvemig stóð á þessum
áhuga þeirra, trúmennsku og þreki? Guð hafði ekki látið sjálf-
an sig án vitnisburðar, hinn lifandi Guð, sem gjört hefir him-
ininn, jörðina og hafið, og allt, sem í þeim er, hann sem um
liðnar aldir hefir leyft öllum þjóðum að ganga þeirra vegu,
gjört þeim gott, gefið þeim regn af himnum og frjósamar árs-
tíðir, og fyllt hjörtu þeirra með fæðu og fögnuði, segir postulinn.
Að þessum konungi voru vitringarnir að leita. Vafalaust hafa
þeir þekkt spádóm Bíleams: Stjarna rennur upp af Jakob, og
veldissproti rís af ísrael (IV. Mós. 24,17).
Á öllum öldum og meðal allra þjóða hefir þessi brennandi
spurning bmnnið í sálum mannanna: Hvar er hinn nýfæddi
konungur lífsins? Hvar fæðist hann? Eitt er landið Ægi girt
— yzt á Ránar slóðum. Þú kannast við það. Og það var á þér
að heyra, að Guð hefði útvalið íslenzku þjóðina í þessu litla,
afskekkta eldfjalla-eylandi til þess að verða bæn fyrirheitisins
um nýjan og betri heim. Og nú hefir geimþekkingin og stjörnu-
fræði farið það fram, að gert er ráð fyrir að innan stundar
verði, með aðstoð tækninnar, flogið eldflugum til annara hnatta.
Til hvers? Að leita að Guði? Finna Guð? Eða verða sjálfir guð-
ir? En þessir vitringar voru að leita að konungi lífsins, friðar-
höfðingja. Þrátt fyrir flug til annara hnatta verður manns-
hjartað órólegt, þangað til það finnur Guð og hvílist í honum,
lífgjafa sínum og skapara.