Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 56
120 KIRKJURITIÐ framar á föður sinn á samkomunni. Næsta laugardagskvöld kom. Tjaldið var yfirfullt af fólki. Aftur varð fyrirbænarsam- koma. Drengurinn stillti sig eins og hann lifandi gat. Loks varð hann að rétta upp litlu höndina sína og mælti: „Vér skulum biðja fyrir honum pabba mínum.“ Næsta mánudagsmorgunn sagði granninn föður piltsins frá þessu — og hugðist gera með því góðverk. Þegar pilturinn kom heim úr skólanum, þreif fað- ir hans hann aftur, hristi hann og skók og mælti: „Ef þú minn- ist svona á mig opínberlega aftur, skal ég drepa þig. Bókstaf- lega steindrepa þig.“ Að svo mæltu fleygði hann baminu út. Þessi vika leið og önnur, þriðja og fjórða vikan. Enn héldu þessar vakningarsamkomur áfram. Og enn kom laugardags- kvöld. Og enn var haldin sambænar- og fyrirbænarsamkoma. Litli drengurinn sat aftarlega í tjaldinu, hafði sáran grátekka og snökti eins og litla hjartað hans ætlaði að springa. Loks rétti hann skjálfandi upp höndina og andvarpaði: „Við skulum biðja fyrir honum pabba mínum.“ Næsta morgunn kom þessi sami nágranni til veitingamannsins og sagði honum frá þessu og allt átti þetta að vera syndaranum til góðs. Granninn hafði enga hugmynd um, hvemig þetta þrælmenni lék barnið. Þegar drengurinn kom heim um kveldið, tók þessi grimmdarseggur, faðirinn, piltinn inn í herbergið og lokaði dyrunum. Þessu næst spennti hann frá sér mittisólina, sem var úr leðri, og lamdi bamið svo miskunnarlaust með henni, að vinnuskyrta bamsins varð löðrandi í blóði. Og þegar leið yfir drenginn, varpaði þræl- mennið honum á gólfið. Sótti þessu næst fulla vatnsskjólu og steypti úr henni yfir bamið, en þegar drengurinn raknaði við og lauk upp óttaslegnum augunum, sparkaði faðirinn heiftar- lega í hann og yfirgaf herbergið. Drengurinn brölti á hnén, yfir' bugaður, sundurtættur, helsár og grátandi, skreið upp í rúmiö og snökti sig í svefn. Um áttaleytið þetta sama kvöld, eða litlu seinna, rauk faðirinn upp stigann. Hann hafði farið að hugsa um vesalings drenginn, yfirkominn og aleinan þama uppi. Þegar allt kom til alls var þetta þó drengurinn hans. Vínsalinn rauk því inn í herbergi sonar síns. Drengurinn lá með höfuðið a koddanum og hafði rétt frá sér hendumar. Faðirinn horfði a tárin renna hægt og hljóðlega niður náfölar kinnarnar á sof- andi baminu. Bakið á vinnuskyrtunni var orðið hart og stíft af storknuðu blóði. Faðirinn féll á kné og lagði höndina mjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.