Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 43
SPÁMENN GAMLA TESTAMENTISINS
107
það að þóknast þeim, sem spurði. Ritspámennirnir birtu
þjóðinni vilja Guðs án þess að vera spurðir. Boðskap sinn
birtu þeir með ýmsu móti. Þeir tóku til máls á hátíðasam-
komum eða öðrum mannamótum. Sumt í ritum spámann-
anna er meðal þess fegursta, sem þekkist í hebreskum
kveðskap. Þeir létust stundum vera forsöngvarar. Tóku
upp bragarhætti slíkra og látbragð. En er menn varði
niinnst komu orð Guðs og dómurinn. — Sérkennilegust
er þó framkoma spámannanna, er þeir boða vilja Guðs
nieð svo nefndum táknrænum athöfnum. — Spámennirnir
gáfu börnum sínum nöfn, sem fólu í sér ákveðinn boð-
skap. Sú nafngift var táknræn athöfn. Hósea átti þrjú
börn. Þau báru öll táknræn nöfn. Dóttirin hét Lo-Rukama,
en það þýðir Náðarvana. Annar sonanna hét Ló-amnu, —
»ekki minn lýður“. Nöfnin gefa til kynna þá skoðun spá-
niannsins, að Guð hafi útskúfað þjóð hans. Hún er náðar-
vana og ekki lýður hans (Hós. 1, 2—9). — Ezekíel, en
hann gerðist spámaður meðal lýðsins í herleiðingu aust-
nr í Babyloníu á fyrri hluta 6. aldar, — framkvæmdi tákn-
raena athöfn. Hann rakar hár sitt og skegg og skiptir í
þrjá hluta. Hann brennir einn hlutann, annan saxar hann
sundur með hníf, en lætur þann þriðja dreifast með vind-
iuum. — fbúar Jerúsalem skulu hljóta svipuð örlög, þegar
Babyloníumenn leggja borgina undir sig (Ezk. 5). Jere-
uiía lítur sömu augum á ástandið. Þess vegna gengur hann
r*rn götur borgarinnar með tréok á herðum. Júdamenn
uiunu verða að gangast undir okið (Jer. 28). Þannig
uiaetti tilfæra fleiri dæmi, þótt eigi verði gert hér.
Spámenn Israels voru rödd Guðs meðal þjóðarinnar.
þeir stóðu við hlið fólksins í lífsbaráttu þess, ávítandi eða
áminnandi. Því fylgist saga þjóðarinnar og saga ritspá-
mannastefnunnar að. Segja má, að boðskapur spámann-
anna fylgi kröfum tímans. Ytri ástæður jafnt sem innri
koma til greina. Ritspámennirnir starfa þrjú ólík tímabil
1 sögu Israelsþjóðarinnar. Spámannastefnan ber þesa
greinileg merki. Hún er önnur fyrir herleiðinguna til Baby-