Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 61
UM SKEMMTANIR
125
að það finnst aðeins á örfáum stöðum og er torgætt í
flestra eigu.
Og hinir fáu sóldagar sumarsins eru svo dýrmætir, að
þcirra vegna þreyjum við þorrann og góuna og meira
að segja frost og snjóa fram yfir fardaga.
Einmitt vegna þess, hvað þeir eru einstakir.
Þar, sem sól gengur varla af heiðum dagshimni, dreym-
u' menn ekki um ljósbjarmann í Paradís, heldur um að
fá að sitja í skugga og forsælu viðamikilla pálmatrjáa,
beirrar þrár gætir í G.T. og öðrum austrænum helgi-
ritum.
Og gleðin er ein af þessum skrítnu, sjaldgæfu fuglum.
Eun flýgur upp og hverfur, ef hennar er leitað með áfergju
°g hávaða. En verður ógleymanleg og óendanlega dýr-
^^t, ef henni bregður fyrir og verður notið stimd og
stund eða dag og dag, líkt og fagurs sóldags eða stjörnu-
bjartrar náttar.
Af þessum sökum veit ég ekki, hvort æska nútímans
er glaðari en æskan var í gamla daga, þó að hún sé ólíkt
oftar að reyna a. m. k. að skemmta sér, eftir því sem
kallað er.
Það snart mig eins og ör, sem gömul efnakona sagði
Y10 mig í vetur: „Það er ekki hægt að gleðja neinn nú
a dögum,“ og það voru sárindi í rómnum.
Hún átti við, að nú ættu allir svo mikið, að þeir litu
ekki við litlu.
Gnægtirnar geta að vissu leyti gert menn fátæka.
Esóp sagði dæmisöguna af asnanum, sem lézt úr himgri
a milli heysátanna, af því að hann gat aldrei ráðið það
Vlð sig, úr hvorri hann ætti að taka tugguna.
Barnið getur grátið með fullt fangið af leikföngum,
Vegna þess, að það vantar eitthvað spánnýtt, að því finnst.
°g ekki brosa allir á mánudagsmorgnana, sem döns-
uðu út helgina.
Eitt er ákaflega einkennilegt fyrirbæri.
Það er að verða trúarsetning mjög margra, já, mikils