Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 44
108 KIRKJURITIÐ lon 586, í herleiðingunni fram til 538, og eftir herleiðing- una. Skal reynt að rekja þróun stefnunnar og gera grein fyrir aðalatriðum boðskaparins á hverju tímabili. Verður þó aðeins hægt að stikla á stóru. Höfuðatriði í boðskap spámannanna fyrir herleiðingu er þjóðfélagsástandið í Israel. Ritspámennimir héldu þar áfram starfi spámannaflokkanna, en hófu í æðra veldi. f fyrirheitna landinu, Kananslandi, hafði þjóðinni hlotnazt „stórar og fagrar borgir, sem hún ekki hafði reist, hús full af góðum hlutum án þess að hún hefði fyllt þau, og úthöggna brunna, sem hún eigi hafði höggið út, víngarðar og olíutré, sem hún ekki hafði gróðursett“ (5. Mós. 6, 10—12), Ásamt öllu þessu hafði þjóðin fengið konungs- hirð og höfðingjavald. Fornt þjóðskipulag fsraels byggt á ættarvitund var yfirgefið. Réttlæti og sáttmálatryggð horfin. Því er ömurlegt um að líta með þjóðinni. Ríkir undiroka fátæka. „Þeir selja saklausan manninn fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó (Amos. 2, 61). „Þeir reka eigi réttar hins munaðarlausa og málefni ekkjunnar fær eigi að koma fyrir þá“ (Jes. 1, 23). — En ástæðan til alls þessa er sú, að þjóðin hefir glatað trú sinni á Guð. „Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en fsrael þekkir ekki og skilur ekki boð Guðs“ (Jes. 1, 2). — Fyrir því fær fsrael ekki umflúið refsidóminn. „Því ef þér trúið eigi, munið þér eigi fá staðizt", segir Jesaja spá- maður (Jes. 7, 9). — En þjóðin „fyrirlítur hin straum- hægu Sílóavötn", tákn trúarinnar (Jes. 8, 6), en treystir á eigið dálæti, heldur jafnvel, að Guð geti ekki án hennar verið. — Sú skoðun átti mikið fylgi meðal lýðsins, að Guð, sem hafði útvalið fsraelsþjóðina, hlyti sakir nafns síns, heiðurs síns að forða henni frá öllu grandi. — Upp- hefð þjóðarinnar og veldi sé heiður Guði. Svo litu spá- mennirnir ekki á. Guð er heilagur og réttlátur. öll ver- öldin er í hendi hans. Hann leiðir þjóðirnar fram á svið sögunnar og máir þær út. Þjóð, sem brýtur boð hans og breytir móti vilja hans, hefir sjálf dæmt sig til tortím-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.