Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 26
90 KIRKJURITIÐ stólpi og grundvöllur sannleikans, svo að vitnað sé til orða postulans. Ég var vottur að því, hvernig síra Haukur starfaði í Guðs húsi og hlustaði ég þar eftir kenningu þjónsins, sem fór rétt með orð sannleikans. Ég þakka Guði, að ég átti tryggan vin, því að þannig reyndist síra Haukur mér, og ég gleðst yfir því, að þar sem hann var, þar var trúr bróðir í Drottni, og því sagði ég, er ég frétti lát hans: „Sárt sakna ég þín, mjög varstu mér hugljúfur." Síra Haukur átti yndislegt heimili, þar sem hljómlistin lyfti hug og sál í hærra veldi. Þar fór saman rausn og prýði. Aldrei gleymi ég gestrisni og lífgandi gleði á vina- fundum á heimili þeirra síra Hauks og frú önnu. Konu sína missti síra Haukur 30. okt. 1948. Sameiginlega höfðu þau hjónin vakað yfir velferð bamanna, og því geymist hjá börnum þeirra þakklát minning. En börn síra Hauks eru: Hálfdán lögfræðingur, Eiríkur lögfræðingur, Karen rekt- orsfrú, Inger gift verkfræðingi, og Ruth, er á síðustu ár- um veitti heimili föður síns forstöðu. Síra Haukur átti við vanheilsu að búa hin síðustu ár ævinnar, en í bréfum til mín minnist hann ekki á veikindi sín, en vel var honum ljóst hvert stefndi. 1 síðasta bréfinu, er ég fékk frá honum nokkrum dög- um áður en hann dó, segir hann: „Já, nú eru ekki margir eftir af Hafnarguðfræðingun- um, félögum okkar. Nú er Marius okkar dáinn, og flestir samferðamannanna. Tímamir líða og við erum á förum, eins og Ingólfur bróðir minn sagði svo oft. Nú óska ég þér og konu þinni gleðilegra jóla. Guð láti ljós sitt skína í sálum vorum. Kærar kveðjur. Þinn einlægur vinur. Haukur.“ Þessi var síðasta kveðja hans. Ljós trúarinnar ljómaði í sál hans. Ég blessa minningu vinar míns með þeirri bæn, að ljós Guðs skíni í sálum vorum, að Ijós fagnaðarerindis- ins Ijómi yfir kirkju vorri. Bj. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.