Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 31
SINNULEYSI
95
áhrif Guðs dásemda í náttúrunni til hjálpar og aukinna
áhrifa á sálir ungmennanna til trúar og tilbeiðslu.
Kirkjurnar eru margar kuldalegar og snauðar að útliti,
en þá verður athöfnin sjálf að bæta það upp svo sem
unnt er. Tilhögun við guðsþjónustu í kirkju vorri er frem-
ur fábreytt og enda jafnvel nokkuð laus í reipunum. Hún
má ekkert missa til að vera hátíðleg og áhrifarík. Eftir
niínum skilningi eru aðalatriði guðsþjónustunnar fjögur:
Lestur og heyrn orðs ritningarinnar, bænagjörð, sálma-
songur og ræða prestsins. Sum atriðin framkvæmir prest-
Ul'inn einn og þau bera það með sér, en hin framkvæmir
söfnuðurinn, ekki einstakir menn eða flokkur, heldur all-
Ur söfnuðurinn. Þegar fyrirbæn prestsins er svarað, þá
eiga aiiir að gjöra það, sem sungið geta, en hinir í hljóði.
bað eiga allir að taka þátt í sálmasöngnum, sem geta
sungið. Þeir, sem sótt hafa kirkjur í nágrannalöndum vor-
Um> hafa veitt því eftirtekt, hve sú þátttaka er þar meiri
en hjá oss. Að sjálfsögðu taka allir þátt í bænagjörðinni.
bað er ekki ætlunin, að söfnuðurinn komi í kirkju til að
Vera eingöngu áhorfendur og áheyrendur að söng og er-
lndaflutningi, sem aðrir framkvæma, heldur til að taka
sjálfir þátt — lifandi þátt — í guðsþjónustunni. Kirkju-
§estirnir eiga að vera samstilltir og samtaka um að gjöra
ana að athöfn tilbeiðslu og bænagjörðar. Börnin og ung-
juennin eiga að geta fundið það á öllu, að þau eru við
elga athöfn á helgum stað, og allir eiga að geta, hver á
Slnn hátt, eignazt þann sérstaka hugblæ, sem er í sam-
rasmi við heilaga athöfn, er lyftir huganum til hinna and-
egu hæða. Og öll framkoman í kirkjunni verður að vera
1 samræmi við og afleiðing af þessum hugblæ. Þegar prest-
Urinn les orð heilagrar ritningar, þá rís söfnuðurinn úr
sastum. Það er ekki af því, að það er talinn siður, heldur
1 ákvcðinni meðvitund um lotningu fyrir orðinu. Ég vil
8 íóta því hér inn, að hér í Akranesskirkju tíðkast það,
Sem mér þykir fagurt, að þá er prestur hefir boðað lest-