Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 48

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 48
Kristur grœtur yíir Jerúsalem, Þú lítur, Kristur, af hárri hlíð á heilaga feðraborg. Af himnum sólin björt og blíð blikar um götur og torg. En hver mun skilja þitt hugarstríð, hjarta þíns tár og sorg? Maðurinn finnur ei forlög sín, fjötur og syndagjöld. Purpurinn sindrar og silfrið skín, en sálin er myrk og köld. Sá telur ei, Kristur, tárin þín, sem trúir á auð og völd. Þú horfir, Kristur, á harmaslóð, hugstola, tárvota jörð, á rústir borga og runnið blóð, sem rignir í kaldan svörð. f himninum mun þín gæzkan góð gráta vor örlög hörð. Kristur Drottinn, þú kemur enn á kærleikans vitjunarstund. Guðsríkis borg þú bjarta senn byggir á jarðar grund. Þar boðar algæzkan alla menn á eilífrar náðar fund. Jakob Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.