Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 15
SVO LANGA STUND — 79 Allt er þetta þyngra en tárum taki. Og þó. Eigum við ekki enn heilagar stundir? Kemur það ekki fyrir, að ys og þys veraldar fjarar frá þér og undursamleg kyrrð verður í sál þinni? Kemur ekki yfir þig eins og stormahlé, og þú vaknar af svefn- órunum? Heyrirðu þá ekki nefnt nafn þitt og blíða rödd hvísla að þér, brosandi og dapra í senn: Svo langa stund hefi ég með yður verið, og þú ... þekkir mig ekki? Þá er það hann, Kristur, sem spyr. Og spuming hans er svar við þinni þyngstu þrá. Ef Jesús að þér snýr með ástarhóti, líttu þá hjartahýr honum á móti. Við eigum ef til vill erfitt með að trúa, að hann sé svo nærri, maður, sem uppi var fyrir 19 öldum. En gættu að því, að það er aðeins huliðstjald, sem skilur tíma og eilífð. Ástvinir þínir einhverjir, sem þú hefir lifað daglega samvistum við, eru ef til vill horfnir bak við þetta tjald. Ef til vill margir, ef ár þín eru orðin mörg. Eru Þeir svo fjarri þér? Lifirðu ekki með þeim lífi hjartans °g hugsar til samfunda innan skamms? Og getur sá, sem stendur við hlið okkar í dag, ekki verið horfinn okkur á morgun? Skyldi þá Jesús vera þér fjær? Nei. Hann er nær en hjarta og önd, þótt enn hljóti hann oft að segja eins og við Emmaussveinana forðum: Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa. Augu þeirra voru svo haldin, að þeir þekktu hann ekki. Heyrir þú ekki röddina ljúfu? Svo langa stund hefi eg með yður verið, og þú .... þekkir mig ekki? Ég veit, að margir heyra hana og þekkja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.