Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 40
104 KIRKJURITIÐ staddur í musterinu í Jerúsalem, er hann sá „drottin sitj- andi á háum og gnæfandi veldisstóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn". — Hann sá himneskar verur og hann heyrði rödd, sem sagði: „Hvern skal ég senda. Hver vill vera erindreki vor“. — „Og Jesaja svaraði: „Hér er ég. Send þú mig“.“ (Jes. 6). Svo áþreifanleg gat köllunin orð- ið. Hún var augnablik helgað af himinsins náð. Grundvöll- urinn að starfi spámannsins er lagður. Jeremía, sem starfaði í Júdaríki á síðari hluta 7. aldar og fram á 6. öld, fékk þá skipun í kölluninni, „að upp- ræta og umtuma, eyða og rífa niður, byggja og gróður- setja“. En köllunin var aðeins upphafið. Guð sleppti spámann- inum ekki upp frá því. „Þú tókst mig tökum og barst hærra hlut“ (Jerm. 20. 7). Svo kemst Jeremía að orði á einum stað,. Spámennirnir ráða hvorki orðum sínum né gerðum. Þeir eru á valdi Guðs, honum háðir. — Þeir finna til valds hans, þeir finna til máttar hans. Þeir reyna að gera öðrum ijóst, hversu sú tilfinning er. „Hönd Guðs kom yfir mig“. „Hönd Guðs hvíldi þungt á mér“. Svo áþreifanleg var nálægð Guðs. — Enginn gat komizt hjá að hlýða honum. „Hafi ljónið öskrað, — hver skyldi þá ekki óttast? Hafi drottinn Guð talað, — hver skyldi þá ekki spá? — Svo kemst Amos að orði (Amos 3,8), en Jeremía lýsir hinu sama svo: „Hjartað í brjósti mér er sundur-marið, öll bein mín skjálfa, — vegna Guðs (Jahve) og vegna hans heilögu orða“ (Jer. 23. 9). „Og ef ég hugs- aði: Ég skal ekki minnast hans og eigi tala framar í nafni hans, þá var sem eldur brynni í hjarta mínu, er byrgður væri inni í beinum mínum. Ég reyndi að þola það, en ég gat það ekki“ (Jer. 20. 9). Guð réði lífi spámannanna og ævikjörum. Spámennirnir þekktu mátt Guðs. Þeir voru þess fuU* vissir, að Guð hafði gefið þeim hlutdeild í mætti sínum- Sá máttur var gefinn þeim með „guðs orðinu“, sem þeii' áttu að flytja. Það orð hljómar ekki aðeins og heyrist.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.